Fleiri fréttir

Viðar skoraði í Íslendingaslag í fyrsta leik tímabilsins

Selfyssingarnir Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson mættust er Atromitos tók á móti OFI Crete í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Örn skoraði þriðja mark Atromitos sem hafði betur í leiknum, 3-1.

Arsenal á toppinn eftir öruggan sigur

Arsenal vann afar sannfærandi 0-3 útisigur er liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar.

Alfons og félagar töpuðu stigum á lokamínútunum

Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt þurftu að sætta sig við eitt stig er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn fallbaráttuliði Ham-Kam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ingibjörg lék allan leikinn í sigri | Íslendingalið Sogndal fékk skell

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Valerenga er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Lyn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Íslendingalið Sogndal fékk hins vegar skell í karlaboltanum, en liðið mátti þola 0-4 tap gegn Brann á heimavelli.

Mikil vonbrigði hjá bæði Jóhanni Berg og Jóni Daða

Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi Burnley, en kom þó ekki við sögu, er liðið gerði vonbrigða jafntefli í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Bolton þurftu að þola tap.

250. mark Kane tryggði Tottenham sigur

Harry Kane skoraði sitt 250. mark fyrir Tottenham er hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Wolverhampton Wanderers í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham-vellinum í Lundúnum. Tottenham mætti áræðið til leiks eftir hlé í kjölfar slaks fyrri hálfleiks.

Napoli fær vænan liðsstyrk

Napoli hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn til að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur. Báðir koma þeir á láni til félagsins.

Var ranglega úrskurðuð í bann fyrir úrslitaleikinn

Lára Kristín Pedersen, leikmaður Íslandsmeistara Vals, má spila með liðinu í komandi úrslitaleik í Mjólkubikar kvenna. Hún var ranglega úrskurðuð í bann í vikunni og þeirri ákvörðun hefur verið snúið við.

Antony skrópaði á æfingu | United undirbýr 100 milljóna tilboð

Brasilíski kantmaðurinn Antony, sem leikur með Ajax í Hollandi, vill endurnýja kynnin við Erik ten Hag, þjálfara Manchester United. Hollenskir miðlar segja hann hafa skrópað á æfingu í gær eftir að félagið hafnaði 80 milljón evra boði frá United í kappann.

Katrín saumaði saman gatið á höfði Damirs

Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Stjörnunnar, sá um að hlúa að Damir Muminovic eftir sigur liðs hans Breiðabliks 1-0 á HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í gærkvöld.

Engin uppgjöf á endurreisnarfundi FH-inga

FH-ingar voru með svokallaðan endurreisnarfund í Krikanum á fimmtudag en tilgangur fundarins var að þjappa stuðningsmönnum félagsins saman fyrir harða fallbaráttu sem blasir við liðinu.

Botnliðin þrjú töpuðu öll í Lengjudeild kvenna

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem botnliðin þrjú, Haukar, Fjölnir og Augnablik, töpuðu öll. Haukar máttu þola 0-2 tap gegn Víking, Fjölnir steinlá á heimavelli gegn Fylki, 1-4, og Augnablik tapaði 0-3 gegn Grindavík.

Selfyssingar senda frá sér yfirlýsingu um meintan rasisma

Knattspyrnudeild Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Chris Jastrzembski, fyrrverandi leikmaður liðsins, sagði frá kynþáttafordómum sem hann varð fyrir þegar hann spilaði með Selfyssingum.

Tuchel dæmdur í bann en Conte sleppur með sekt

Mikill hiti var í leik Chelsea og Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar um seinustu helgi. Eftir að leikurinn var flautaður af lenti þjálfurum liðanna, þeim Thomas Tuchel og Antonio Conte, saman með þeim afleiðingum að báðir fengu að líta rauða spjaldið.

Hákon og Ísak unnu öruggan sigur gegn lærisveinum Freys

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði FCK er liðið vann öruggan 0-3 útisigur gegn Íslendingaliði Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Karólína í raun verið meidd í heilt ár

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla.

Stal rándýru úri Lewandowski úr farþegasætinu

Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur nú flutt sig yfir til Barcelona frá München en hann lenti í leiðinlegu atviki þegar hann var fyrir utan æfingasvæði spænska félagsins á miðvikudaginn.

Réttar­höldin yfir Ryan Giggs: Átti erfitt með að svara spurningum sak­sóknara

Níundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.

„Ef horft er til fram­tíðar þá er hún björt og margar sem eiga enn­ eftir að springa út“

Það styttist í næsta landsliðsverkefni hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta en þær spila síðustu leikina í undankeppni HM í upphafi næsta mánaðar. Liðið er í góðri stöðu og ljóst að sigrar í báðum leikjunum tryggja liðinu sæti á HM í fyrsta skipti. Vísir fór á stúfana og ræddi við nokkra sérfræðinga um þeirra skoðun á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi svona þegar rykið hefur sest og stöðu mála hjá landsliðinu fyrir komandi verkefni.

Sjáðu mörkin úr hasarnum í Víkinni

Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga enn möguleika á að verja báða titla sína eftir magnaðan 5-3 sigur á KR í stórbrotnum leik í Víkinni í gærkvöld. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins.

Tvær ís­lenskar frum­raunir í opnunar­um­ferð þar sem Mara­dona Kákasus­fjallanna stal senunni

Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis.

Sjá næstu 50 fréttir