Fleiri fréttir

Henry orðinn hlut­hafi í liðinu hans Fàbregas

Þó það séu nokkrir Íslendingar sem leiki í Serie B á Ítalíu þá verður að segjast að forvitnilegasta félag deildarinnar um þessar mundir sé Como. Spænski miðjumaðurinn Cesc Fàbregas gekk nýverið í raðir félagsins. Nú hefur Thierry Henry, fyrrum samherji Fàbregas hjá Arsenal, keypt hlut í félaginu.

Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn.

Arnar framlengir í Víkinni

Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari Víkings í Reykjavík til loka tímabilsins 2025. Félagið tilkynnti um þetta í dag.

Keim­lík mörk er Valur og Fram gerðu jafn­tefli

Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í eina leiknum sem fór fram í gær, mánudag, í Bestu deilda karla í fótbolta. Mörk leiksins voru vægast sagt keimlík. Bæði voru skoruð af stuttu færi, bæði komu á sama mark eftir fyrirgjöf frá vinstri og bæði voru skoruð undir lok hvors hálfleiks fyrir sig.

Parker fær sparkið eftir af­hroðið á Anfi­eld

Scott Parker hefur verið rekinn sem þjálfari Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Lið hans tapaði 9-0 á Anfield um liðna helgi, var það þriðji tapleikurinn í röð í deildinni. Markatala liðsins í leikjunum þremur var 0-16.

Kristall Máni frá í hið minnsta sex vikur vegna axlar­brots

Kristall Máni Ingason komst á blað í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um liðna helgi er hann skoraði tvívegis í 4-3 tapi Rosenborg gegn Tromsö. Því miður fyrir Kristal Mána þá meiddist hann í leiknum og verður frá næstu sex vikurnar hið minnsta.

Elías hélt hreinu gegn Brøndby

Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, hélt marki sínu hreinu í 0-2 sigri liðsins á útivelli gegn Brøndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea riftir samningi Barkley

Ross Barkley og Chelsea hafa náð sameiginlegu samkomulagi um starfslok leikmannsins hjá Chelsea og mun hann yfirgefa félagið strax í dag.

Sjáðu allar mark­vörslur hins nær full­komna Sommer gegn Bayern

Yann Sommer átti nær fullkominn leik er Borussia Mönchengladbach var nærri búið að stela öllum þremur stigunum gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München er liðin mættust um helgina. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þökk sé ótrúlegri frammistöðu svissneska markvarðarins.

Mané neitaði að vera með bjór á mynd

Sadio Mané, nýjasta stjarna Bayern München, var annar tveggja leikmanna þýska knattspyrnuliðsins sem ekki héldu á bjórglasi í sérstakri októberfest-myndatöku félagsins.

Rígurinn milli Mourinho og Sarri lífgar upp á Rómarborg

Lazio vann góðan sigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á föstudagskvöld. Leikurinn var í til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta og þá virðast þjálfarar Rómarliðanna Lazio og Roma halda hvor öðrum á tánum.

Ný­liðarnir hvergi nærri hættir á leik­manna­­markaðinum

Nottingham Forest eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og það má með sanni segja að liðið ætli að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur samið við 18 leikmenn til þessa og styttist í að sá nítjándi verði tilkynntur.

Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn topp­liðinu á sunnu­dag

Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni.

Carlsen var neyddur til að segja að Ronaldo væri í uppáhaldi

Magnus Carlsen, fimmfaldur heimsmeistari í skák, sagði áhugaverða sögu í hlaðvarpsviðtali á dögunum. Hann segir fulltrúa Real Madrid ekki hafa tekið vel í þegar hann sagði Cristiano Ronaldo, þáverandi leikmann liðsins, ekki vera í uppáhaldi.

Einu ári síðar: Hvar stendur KSÍ?

Í dag er slétt ár síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Síðan þá hefur verið skipt um formann og stjórn, tvær rannsóknarskýrslur verið skrifaðar og sex landsliðsmenn ekki spilað fyrir landsliðið frá því málið kom upp. En spurningin er hvað KSÍ hefur raunverulega gert í sínum málum síðan?

Sitja uppi með stóra skuld eftir andlát sonar síns

Sænska fjölmiðlafyrirtækið Blankspot hefur opnað vefsíðu sem ber heitið Spjöldin í Katar (e. Cards of Qatar) þar sem fjölmargra verkamanna sem létust við uppbyggingu komandi heimsmeistaramóts í fótbolta er minnst.

Stríðsástand í stúkunni eftir Stokkhólmsslaginn

Óhætt er að segja að stemningin hafi ekki verið vinaleg á Friends Arena í Stokkhólmi í gær eftir 2-2 jafntefli grannliðanna AIK og Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lögreglan í sænsku höfuðborginni er með málið til rannsóknar.

Benzema bjargaði Real

Karim Benzema skoraði tvívegis á lokamínútunum í 3-1 sigri Real Madrid á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Sætasti sigur sem ég hef unnið”

Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur á KA á Akureyri í dag eftir að hafa lent 2-1 undir í síðari hálfleik. Birnir Snær Ingason skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90. mínútur og kveðst sjálfur aldrei hafa unnið eins sætan sigur.

Sjá næstu 50 fréttir