Pavel: „Ég var brjálaður vísindamaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 14:01 Pavel Ermolinskij gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í fyrra. vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij segir að sér hafi mistekist að koma áherslunum sínum til skila til leikmanna Tindastóls. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta þætti GAZins, nýs hlaðvarps í umsjón Pavels. Í fyrsta þættinum af GAZi fer Pavel yfir tískubylgjur í íþróttum, hvernig ein ráðandi hugmyndafræði tekur við af annarri. Hann ræðir einnig um hugrekkið til að gera breytingar og tók dæmi af því þegar hann reyndi að breyta hinni svokölluðu Slavavörn og innleiða þær áherslur hjá Tindastóli. Slavavörnin, sem er nefnd eftir Pavel, gengur út á leyfa veikasta sóknarmanni andstæðingsins að vera með boltann og mana hann til að skjóta. Þegar Pavel var ráðinn þjálfari Tindastóls vildi hann hins vegar ekki leyfa nein opin skot. Krot sem enginn skildi nema ég „Smám saman byrjaði það að naga mig að innan að gefa opin skot. Ég hætti að geta sætt mig við það. Það er ekki nógu aggresívt hugsaði ég. Því byrjaði vörnin að þróast aftur þegar ég tók við liði Tindastóls. Engin opin skot, neitt. Þú átt að geta gert það sama án þess að gefa neitt upp,“ sagði Pavel í GAZinu. „Til að gera langa sögu stutta sat ég í kompunni minni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki tímunum saman með fjall af blöðum fyrir framan mig sem innihéldu teikningar, af pýramídum til dæmis, og öðru kroti sem enginn skildi nema ég. Ég var brjálaður vísindamaður. Þetta var allt skýrt í kollinum á mér. Ég var kominn með þetta. Næsta bylgja var að fara að hefjast.“ Vaknaði upp úr transinum Þrátt fyrir góðan vilja tókst Pavel ekki að koma nýju áherslunum sínum til skila. „Mér tókst ekki að innleiða pýramídana mína. Ég reyndi og reyndi en það vantaði herslumuninn. Ég var ekki beint með mannskapinn í það og gat heldur ekki komið þessu frá mér á skilvirkan hátt. Ég var því einn af þeim sem var að reyna að finna nýja leið, mína eigin leið, en mistókst,“ sagði Pavel. „Blessunarlega vaknaði ég upp úr þessum trans, aðlaga mig að því sem ég hafði og á endanum tókst okkur að skapa okkar eigin í sameiningu og vinna Íslandsmeistaratitil.“ Pavel hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor en hann er eini maðurinn sem hefur gert liðið að Íslandsmeisturum. Pavel er nýjasti liðsmaður Bónus körfuboltakvölds og auk þess að vera álitsgjafi í þættinum lýsir hann einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Hlusta má á fyrsta þáttinn af GAZinu hér fyrir neðan. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Í fyrsta þættinum af GAZi fer Pavel yfir tískubylgjur í íþróttum, hvernig ein ráðandi hugmyndafræði tekur við af annarri. Hann ræðir einnig um hugrekkið til að gera breytingar og tók dæmi af því þegar hann reyndi að breyta hinni svokölluðu Slavavörn og innleiða þær áherslur hjá Tindastóli. Slavavörnin, sem er nefnd eftir Pavel, gengur út á leyfa veikasta sóknarmanni andstæðingsins að vera með boltann og mana hann til að skjóta. Þegar Pavel var ráðinn þjálfari Tindastóls vildi hann hins vegar ekki leyfa nein opin skot. Krot sem enginn skildi nema ég „Smám saman byrjaði það að naga mig að innan að gefa opin skot. Ég hætti að geta sætt mig við það. Það er ekki nógu aggresívt hugsaði ég. Því byrjaði vörnin að þróast aftur þegar ég tók við liði Tindastóls. Engin opin skot, neitt. Þú átt að geta gert það sama án þess að gefa neitt upp,“ sagði Pavel í GAZinu. „Til að gera langa sögu stutta sat ég í kompunni minni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki tímunum saman með fjall af blöðum fyrir framan mig sem innihéldu teikningar, af pýramídum til dæmis, og öðru kroti sem enginn skildi nema ég. Ég var brjálaður vísindamaður. Þetta var allt skýrt í kollinum á mér. Ég var kominn með þetta. Næsta bylgja var að fara að hefjast.“ Vaknaði upp úr transinum Þrátt fyrir góðan vilja tókst Pavel ekki að koma nýju áherslunum sínum til skila. „Mér tókst ekki að innleiða pýramídana mína. Ég reyndi og reyndi en það vantaði herslumuninn. Ég var ekki beint með mannskapinn í það og gat heldur ekki komið þessu frá mér á skilvirkan hátt. Ég var því einn af þeim sem var að reyna að finna nýja leið, mína eigin leið, en mistókst,“ sagði Pavel. „Blessunarlega vaknaði ég upp úr þessum trans, aðlaga mig að því sem ég hafði og á endanum tókst okkur að skapa okkar eigin í sameiningu og vinna Íslandsmeistaratitil.“ Pavel hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor en hann er eini maðurinn sem hefur gert liðið að Íslandsmeisturum. Pavel er nýjasti liðsmaður Bónus körfuboltakvölds og auk þess að vera álitsgjafi í þættinum lýsir hann einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Hlusta má á fyrsta þáttinn af GAZinu hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum