Fleiri fréttir

Davíð Snær: Var staðráðinn í að koma inn með krafti

Daníel Snær Jóhannsson gerði gæfumuninn þegar FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Daníel Snær skoraði markið sem skildi liðin að í 2-1 sigri FH auk þess að ná í vítaspyrnu sem fór reyndar forgörðum. 

Arnór skoraði í bikarsigri Norrköping

Arnór Sigurðsson var á skotskónum er Íslendingalið Norrköping tryggði sér áframhaldandi veru í sænsku bikarkeppninni með 0-2 útisigri gegn Taby í dag.

Stúkusætið víkur fyrir heitum potti í Mosfellsbæ

Afturelding býður upp á nýjung í íslenskum fótbolta annað kvöld þar sem áhorfendum býðst að horfa á leik liðsins við Fylki í Lengjudeild karla úr heitum potti. Mosfellingar hafa bryddað upp á þó nokkrum nýjungum á áhorfendapöllunum í sumar.

„Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“

„Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun.

Hætta við 700 milljarða samning við UEFA

Rafmyntarmiðlarinn Crypto.com hefur hætt við fyrirhugaðan 495 milljón dollara samning við UEFA sem styrktaraðili Meistaradeildar Evrópu. UEFA leitar áfram nýs styrktaraðila eftir að hafa slitið samstarfi við Gazprom.

Drullusama um umræðuna um Elínu Mettu

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist treysta öllum sínum leikmönnum til að vera í byrjunarliðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í leikjunum sem skera úr um hvort Ísland komist beint á HM kvenna í fótbolta.

Böngsum rigndi inn á völlinn

Stuðningsmenn Real Salt Lake í MLS-deildinni í fótbolta vestanhafs studdu gott málefni þegar leikur liðsins við Minnesota í nótt. Þeir létu leikfangaböngsum rigna inn á völlinn eftir fyrsta mark liðsins, en allir verða þeir gefnir börnum sem glíma við krabbamein.

United kynnir Antony til leiks

Manchester United hefur tilkynnt um kaup félagsins á Brasilíumanninum Antony frá Ajax í Hollandi. Skiptin hafa legið í loftinu um hríð.

„Verð ekkert kominn fyrr út á völl þó ég sé leiður eða reiður“

Þrátt fyrir að axlarbrotna er hann fékk tækifæri í byrjunarliði norska stórliðsins Rosenborgar þá er Kristall Máni Ingason nokkuð brattur og segist ekki þurfa að fara í aðgerð vegna meiðslanna. Vísir heyrði í honum hljóðið en meiðslin hefðu vart geta komið á verri tíma.

„Ég veit ekki hvenær þessi regla dó“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ánægður með dramatískan 2-1 sigur liðsins á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hann setur hins vegar spurningarmerki við það hvernig reglum leiksins er framfylgt.

Ron­aldo vildi Maguire á bekkinn

The Athletic hefur greint frá því að Cristiano Ronaldo, ásamt nokkrum öðrum leikmönnum Manchester United, hafi fundað með þáverandi þjálfari Ralf Rangnick til að finna lausnir á slakri spilamennsku liðsins. Ronaldo stakk upp á því að setja Harry Maguire, fyrirliða liðsins, á varamannabekkinn.

Arteta súr að hafa ekki skorað fjögur eða fimm

„Ég er mjög ánægður með sigurinn, það er svo erfitt að vinna leiki í þessari deild,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að Arsenal vann sinn fimmta leik í röð í kvöld. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga.

Öruggt hjá PSG í Tou­lou­se

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 3-0 útisigur á Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

„Langar að setja kröfu á Ís­lendinga að koma og styðja við okkur“

„Jú ég viðurkenni það. Mér líður bara ágætlega,“ sagði landsliðsmarkvörður Íslands og nýkrýndur bikarmeistari Sandra Sigurðardóttir aðspurð hvort henni liði ekki nokkuð vel þessa dagana. Sandra ræddi við fjölmiðla fyrir landsleikina mikilvægu sem fram fara í upphafi septembermánaðar.

Tuchel fær sekt fyrir um­mæli sín um Taylor

Thomas Tuchel, þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur verið sektaður um tuttugu þúsund pund fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik sinna manna gegn Tottenham Hotspur á dögunum.

Nóg um að vera á skrif­stofu Sout­hampton

Þó svo að enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hafi unnið góðan 2-1 sigur á Chelsea um liðna helgi þá ætlar liðið heldur betur að styrkja sig áður en félagaskiptaglugginn lokar. 

„Mjög gaman og næs“

Bikarhetja Valsara, Ásdís Karen Halldórsdóttir, hafði aldrei spilað á Laugardalsvelli fyrir síðasta laugardag þegar hún skoraði sigurmark Vals í 2-1 sigri á Breiðabliki í bikarúrslitaleik. Nú er hún mætt aftur vegna komandi landsleikja.

Balotelli yfirgefur Birki og félaga

Mario Balotelli verður ekki áfram liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann er á leið til Sviss.

„Þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur“

Glódís Perla Viggósdóttir segir það gott að hafa ekki þurft að bíða lengi frá EM eftir því að hitta aftur vinkonur sínar í íslenska landsliðinu í fótbolta. Framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM og Glódís vonast eftir góðum stuðningi líkt og á EM.

Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu

Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Sjá næstu 50 fréttir