Fleiri fréttir

Timo Werner meiddur og verður ekki með á HM

Þjóðverjar þurfa að spjara sig án framherjans Timo Werner á heimsmeistaramótinu í Qatar. Werner meiddist á ökkla í leik með liði sínu Red Bull Leipzig í Meistaradeildinni í gær.

Leynd hvílir yfir upphæðinni sem Sádar greiða KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hyggst ekki greina frá því hve margar milljónir sambandið fær fyrir að samþykkja að karlalandslið Íslands spili vináttulandsleikinn við Sádi-Arabíu á sunnudaginn.

Zlatan skammar Mbappé: „Ert ekki stærri en PSG“

Einhver myndi segja að það kæmi kannski úr hörðustu átt að Zlatan Ibrahimovic gagnrýndi fótboltamann fyrir að vera með of stórt egó. En Svíinn setti það ekki fyrir sig þegar hann skammaði Kylian Mbappé fyrir hrokafulla hegðun.

Líklegast að Liverpool mæti Bayern

Það eru talsverðar líkur á því að Liverpool og Bayern München mætist í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en dregið verður á mánudaginn.

FIFA deilir mörkum Dags: „Nei, þið sjáið ekki tvöfalt“

Dagur Dan Þórhallsson skoraði merkilega aukaspyrnutvennu fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks gegn Val, í blíðviðri á Hlíðarenda, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. FIFA hefur nú dreift myndbandi af mörkunum.

Fótboltabullur beita sér fyrir lýðræði í Brasilíu

Fótboltabullur hafa oftast ekki góða ímynd á sér enda vanir að búa til meiri vandræði en leysa þau. Það átti þó ekki við í Brasilíu í þessari viku í kjölfar ólgu eftir Forsetakosningar í landinu.

Enginn Son í Katar?

Svo gæti farið að Heung-Min Son missi af Heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Tottenham í gær.

Þorsteinn velur æfingahóp

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 29 leikmenn í æfingahóp sem kemur saman til æfinga í nóvember. Aðeins eru leikmenn úr félagsliðum hér á landi í hópnum.

Mark Hákons Arnars tryggði FCK stig gegn Dortmund

Hákon Arnar Haraldsson tryggði FCK stig gegn stórliði Borussia Dortmund þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hákon Arnar var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína.

Sautján ára bakvörður skoraði í sigri Manchester City

Manchester City vann 3-1 sigur á Sevilla í lokaleik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Erling Haaland var ekki í leikmannahópi City sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins.

Sjáðu mark Hákons Arnars gegn Dortmund

Hákon Arnar Haraldssson varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 1-1 í leik FCK og Dortmund.

Real tryggði sér efsta sætið með stórsigri

Real Madrid vann 5-1 stórsigur á Celtic á heimavelli sínum í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Með sigrinum tryggði Real sér efsta sætið í F-riðli.

Valsparið gæti yfirgefið Hlíðarenda

Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Val og kærasta hans, landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir, kannar nú möguleika sína á að spila sem atvinnumaður erlendis.

Valur tilkynnir um komu Sigurðar

Sigurður Heiðar Höskuldsson var í dag formlega kynntur til leiks sem aðstoðarþjálfari Vals í fótbolta en hann kemur til félagsins eftir að hafa síðast þjálfað Leikni.

Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga?

Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA?

Sögðu ekki „til hamingju“ við Valgeir heldur „takk“

„Þetta var allt annað en að vinna með Val á einhverju skíta-covidtímabili. Þetta var geggjað,“ segir Valgeir Lunddal Friðriksson, laufléttur í bragði, eftir að hafa orðið Svíþjóðarmeistari með Häcken um helgina.

„Góð úrslit sem gefa okkur meira sjálfstraust“

Mohamed Salah skoraði fyrri mark Liverpool er liðið vann 2-0 sigur gegn Napoli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að hrifsa toppsætið af ítalska liðinu segir Egyptinn að sigurinn skipti liðið miklu máli.

Endurkomusigur tryggði Tottenham sæti í 16-liða úrslitum

Tottenham snéri taflinu við er liðið heimsótti Marseille í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Eftir að hafa lent undir seint í fyrri hálfleik snéru liðsmenn Tottenham leiknum sér í hag og unnu að lokum sterkan 1-2 sigur.

Sjá næstu 50 fréttir