Fleiri fréttir

Skytturnar á toppinn eftir sigur á Brúnni

Ótrúlegt gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en liðið vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Chelsea. Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn Gabriel um miðbik síðari hálfleiks.

„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“

Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu.

„Alltaf gaman að spila á móti ein­hverjum sem maður þekkir“

Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica.

„Eitt mest stressandi augna­blik lífs míns“

Norska markamaskínan Erling Braut Håland tryggði Manchester City dramatískan sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Norðmaðurinn viðurkenndi að taugarnar hafi verið þandar þegar hann stillti boltanum upp.

Barcelona á toppinn eftir sigur í kveðju­leik Piqu­e

Gerard Pique var í byrjunarliði Barcelona í síðasta skipti þegar Börsungar unnu 2-0 sigur á Almería. Þetta var hans síðasti leikur í treyju Barcelona. Með sigrinum fór Barcelona upp fyrir Spánarmeistara Real Madríd og trónir nú á toppi deildarinnar.

Sverrir Ingi á skotskónum

Sverri Ingi Ingason skoraði annað mark PAOK í 2-0 sigri á Giannina í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sjáðu þegar Svava Rós lagði upp tvö þegar Brann varð bikar­meistari

Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk þegar Brann varð norskur bikarmeistari í fótbolta með 3-1 sigri á Stabæk. Stutt er síðan liðið tryggði sér norska meistaratitilinn og fullkomnaði liðið frábært tímabil með sigri í dag.

Mögnuðu endur­koma Leeds | For­est jafnaði í blá­lokin

Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli.

Bayern lyfti sér upp í efsta sætið

Bayern Munchen tyllti sér í efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Hertha Berlin í dag. Borussia Dortmund vann öruggan sigur gegn Bochum.

Pep við Zlatan: „Skrifaðu aðra bók“

Pep Guardiola og Zlatan Ibrahimovic eru engir sérstakir vinir. Nú hefur þeim enn og aftur lent saman eftir að Ibrahimovic sagði í viðtali að egó Guardiola kæmi í veg fyrir framfarir Erling Haaland hjá Manchester City.

Mikilvægur sigur hjá Hirti og félögum

Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa unnu mikilvægan sigur á Cosenza í ítölsku Serie B í dag. Hjörtur lék allan leikinn en lið Pisa er um miðja deild

Slæmt tap Burnley í toppslag

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn sem varamaður hjá Burnley sem mátti þola slæmt tap gegn Sheffield United í Championship deildinni í dag. Lokatölur 5-2 en Jóhann Berg kom inn á í stöðunni 2-2.

Glódís Perla skoraði í öruggum sigri Bayern

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði annað mark FC Bayern Munchen þegar liðið vann öruggan 3-0 útisigur á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bayern situr í öðru sæti deildarinnar.

Chelsea staðfestir að Chilwell missi af HM

Chelsea hefur staðfest að Ben Chilwell verði ekki með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Qatar en vinstri bakvörðurinn meiddist í leik gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni.

Wolves búið að ráða Lopetegui

Wolves hefur staðfest ráðningu Julen Lopetegui, fyrrum þjálfara Real Madrid og spænska landsliðsins. Lopetegui tekur við Wolves um miðjan mánuðinn.

Einar Karl hefur rift samningi sínum við Stjörnuna

Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson hefur rift samningi sínum við lið Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta. Einar Karl nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum sem átti að renna út eftir tímabilið 2023.

Hristov tekur við af Glenn hjá ÍBV

Búlgarinn Todor Hristov er nýr þjálfari kvennaliðs ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hristov er vel kunnugur starfinu í Vestmannaeyjum.

Bað Ronaldo um leyfi fyrir að nota fagnið hans

Cristiano Ronaldo er átrúnaðargoð Alejandros Garnacho og virðingin sem hann ber fyrir honum sást bersýnilega þegar táningurinn fagnaði sínu fyrsta marki fyrir Manchester United.

Hnignun stór­veldis: Er ljós við enda Hval­fjarða­ganganna?

Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir átjánfalda Íslandsmeistara og nífalda bikarmeistara ÍA? Getur félagið endurheimt sína gömlu stöðu í íslenskum fótbolta? Og hvað er raunhæft og ásættanlegt fyrir þetta fornfræga stórveldi á næstu árum?

Skoraði óvart mögulega mark ársins

Knattspyrnumaður úr fjórðu deildinni í Belgíu er talinn eiga möguleika á að vinna verðlaun Alþjóða knattspyrnusambandsins yfir flottasta mark ársins.

Utan vallar: Er KSÍ að taka brýnt samtal eða blóðuga seðla?

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar í Abú Dabí á sunnudaginn kemur við landslið Sádi-Arabíu og hjálpar Sádum þannig við undirbúning sinn fyrir HM í Katar sem hefst 20. nóvember. Í því samhengi er vert er að spyrja: Hvað liggur þar að baki?

Sjá næstu 50 fréttir