Fleiri fréttir

Fram kaupir Almar frá Val

Fram hefur keypt Almar Ormarsson frá Val. Hann snýr því aftur til liðsins sem hann lék með á árunum 2008-13. Almarr skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 0-6| Helgi og Logi gerðu báðir þrennu er meistararnir fóru illa með Selfyssinga

Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss 0-6. Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði fyrstu þrjú mörk meistaranna. Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson tók síðan við keflinu og gerði næstu þrjú mörkin.Víkingur Reykjavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Hefði kostað Keflavík eina milljón dollara

Úkraínski miðjumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta en lánssamningur hans rennur út í byrjun næsta mánaðar.

ÍA fær danskan liðsstyrk

ÍA hefur samið við danska leikmanninn Kristian Lindberg. Hann lék síðast með Nykøbing í heimalandinu.

Allt jafnt í Víkinni

Víkingur og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gerðu 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna.

Yfir­gefur Fram og fer til föður síns í Þorpinu

Framherjinn Alexander Már Þorláksson hefur samið við Þór Akureyri í Lengjudeildinni og mun færa sig um set þegar félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum. Hann kemur frá Fram í Bestu deildinni þar sem tækifæri hafa verið af skornum skammti.

Bættu rúmlega tveggja áratuga met ÍBV

Stórsigur Breiðabliks á KR í Bestu deild karla á fimmtudag fer í sögubækurnar. Var Breiðablik þar að vinna sinn 16. heimaleik í röð í efstu deild. Síðasta tap liðsins á Kópavogsvelli kom í fyrstu umferð síðasta tímabil þegar KR vann þar 2-0 útisigur.

Sigurður leysir Sigurvin af hólmi

KV hefur ráðið nýjan þjálfara í stað Sigurvins Ólafssonar eftir að Sigurvin kvaddi félagið til að gerast aðstoðarþjálfari FH.

Valur hefur rætt við um­boðs­mann Frederik Schram

Bestu deildarlið Vals hefur rætt við umboðsmanns markvarðarins Frederik August Albrecht Schram sem er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Frá þessu er greint á vef 433.is.

Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“

Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg.

„Bæði lið eiga að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik“

Íslandsmeistarar Víkings taka á móti eistneska liðinu Levadia Tallin í undanúrlslitum umspilsins um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kveðst spenntur fyrir verkefninu og segir að um hálfgerðan úrslitaleik sé að ræða.

Lygilega lík vítabrot Ólafs

Markvörðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson hefur fengið dæmda á sig vítaspyrnu í tveimur síðustu leikjum Fram, fyrir nákvæmlega eins brot.

Umfjöllun: Breiða­blik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut

Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum.

Sjá næstu 50 fréttir