Fyrsta markið kom eftir skelfilega sendingu Finns Tómasar Pálmasonar, miðvarðar KR, upp völlinn um miðbik fyrri hálfleiks. Jason Daði Svanþórsson fékk boltann í fætur, hljóp á Arnór Svein Aðalsteinsson áður en hann renndi boltanum á Viktor Karl Einarsson sem skoraði framhjá hjálparlausum Beiti Ólafssyni í marki KR.
Beitir gaf svo toppliðinu vítaspyrnu þegar hann óð út úr marki sínu þegar tæpar níu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Höskuldur Gunnlaugsson, skoraði úr spyrnunni og staðan 2-0 í hálfleik.
Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Ísak Snær Þorvaldsson eftir að Mikkel Qvist skallaði hornspyrnu Höskuldar fyrir fætur hans inn í markteig.
Það var svo Jason Daði sem batt endahnútinn á sigurinn með marki eftir snotra sókn heimamanna. Skotið hafði þó viðkomu í varnarmanni KR og skoppaði í kjölfarið framhjá Beiti.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.