„Bæði lið eiga að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2022 16:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins gegn Levadia Tallin í kvöld. Vísir/Stöð 2 Íslandsmeistarar Víkings taka á móti eistneska liðinu Levadia Tallin í undanúrlslitum umspilsins um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kveðst spenntur fyrir verkefninu og segir að um hálfgerðan úrslitaleik sé að ræða. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er stór leikur í sögu Víkings,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í dag. „Það er ekki oft sem við erum í Evrópukeppni. Og svo líka fyrir mig persónulega, þetta er fyrsti leikurinn minn sem þjálfari í Meistaradeildinni. Við leggjum gríðarlega áherslu á þennan leik og að komast áfram. Það er mikið í húfi fyrir íslenskan fótbolta. Við erum í góðu formi þannig að það er bara góð stemning í Víkinni.“ Mikil rigning hefur sett svip sinn á þennan lengsta dag ársins, en Arnar telur að það muni ekki hafa meiri áhrif á annað hvort liðið. „Ég held að það muni hjálpa bara báðum liðum fyrst að leikurinn er á gervigrasi. Þeir eru náttúrulega vanir að spila á því líka og menn vilja spila á rennblautu gervigrasi. Boltinn flýtur hraðar og það hentar okkur mjög vel. Er þetta ekki bara alíslenskt veður og ekkert hægt að kvarta yfir því. Það verður ekki mikill vindur hérna í Fossvoginum eins og vanalega, en rennblautur völlur mun hjálpa báðum liðum, klárlega.“ Ekki bara erfiðasta liðið í riðlinum, heldur langerfiðasta Fyrr í dag mættust Inter Escaldes frá Andorra og La Fiorita frá San Marínó í leik þar sem þeir fyrrnefndu höfðu betur, 2-1. Sigurlið kvöldsins mun því mæta Inter Escaldes í úrslitaleik umspilsins, en Arnar segir að Levadia Tallin sé sterkasti andstæðingurinn sem Víkingur gat fengið. „Nei, langerfiðasta liðið,“ sagði Arnar aðspurður að því hvort Levadia Tallin væri erfiðasta liðið að mæta af þessum þrem sem möguleiki var á. „Annað hvort erum við að fara að mæta þessu liði í úrslitaleik á föstudaginn eða núna og það er fínt að klára þennan leik. Með fullri virðingu fyrir liðunum frá Andorra og San Marínó þá eiga bæði Víkingur og Levadia að vinna þau tvö lið, þótt fótboltinn sé stundum skrýtinn. En úrslitaleikurinn er að mínu mati að fara fram hérna á eftir.“ „Ég er ekki að segja að það sé formsatriði fyrir bæði lið að klára þá leikinn á föstudaginn, en miðað við leikinn sem var hérna áðan þá eiga bæði lið að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir Levadia leikinn Vonar að heimavöllurinn hjálpi og gerir sér grein fyrir mikilvægi leiksins Levadia Tallin er ríkjandi meistari í Eistlandi, rétt eins og Víkingur er ríkjandi meistari hér á Íslandi og Arnar segir margt svipað með þessum tveimur liðum. „Þeir eru ekkert ósvipaðir og við. Þeir leggja mikið upp úr því að halda bolta og eru góðir í því. Þeir eru ásamt Flora Tallin tvö langbestu liðin í Eistlandi. Það er svona kannski til marks um þeirra styrkleika þá urður þeir meistarar í fyrra og Flora Tallin komst í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni, bara svona til að menn átti sig aðeins á styrkleika deildarinnar.“ „Þetta er 50/50 leikur, en vonandi mun heimavöllurinn hjálpa okkur mikið og við fáum góðan stuðning. Eins og ég sagði áðan þá er mikið í húfi bæði fyrir okkar klúbb og íslenska knattspyrnu, þannig að vonandi verður stemning í Víkinni á eftir,“ sagði Arnar sem gerir sér fullkomna grein fyrir mikilvægi leiksins. „Við því miður höfum hrapað neðarlega á listann sem gerir það að verkum að við erum að spila í umspili um að komast í forkeppni hérna á eftir. Það er ekki góð þróun ásamt því að við séum búin að missa fjórða sætið okkar og ég þarf ekkert að segja hversu mikla þýðingu þetta hefur fjárhagslega fyrir íslenskan fótbolta.“ „Við þurfum bara að taka þessa ábyrgð, og taka henni mjög alvarlega, ásamt Blikum, sem gerðu mjög gott mót í Evrópukeppni í fyrra og KR sem eru fulltrúar Íslands í ár. Við þurfum bara að girða okkur í brók og fá þetta fjórða sæti aftur,“ sagði Arnar staðráðinn í því að gera vel í Evrópuævintýri Víkings. Leikur Víkings og Levadia Tallin hefst klukkan 19:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra. 21. júní 2022 15:07 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég er bara mjög spenntur. Þetta er stór leikur í sögu Víkings,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í dag. „Það er ekki oft sem við erum í Evrópukeppni. Og svo líka fyrir mig persónulega, þetta er fyrsti leikurinn minn sem þjálfari í Meistaradeildinni. Við leggjum gríðarlega áherslu á þennan leik og að komast áfram. Það er mikið í húfi fyrir íslenskan fótbolta. Við erum í góðu formi þannig að það er bara góð stemning í Víkinni.“ Mikil rigning hefur sett svip sinn á þennan lengsta dag ársins, en Arnar telur að það muni ekki hafa meiri áhrif á annað hvort liðið. „Ég held að það muni hjálpa bara báðum liðum fyrst að leikurinn er á gervigrasi. Þeir eru náttúrulega vanir að spila á því líka og menn vilja spila á rennblautu gervigrasi. Boltinn flýtur hraðar og það hentar okkur mjög vel. Er þetta ekki bara alíslenskt veður og ekkert hægt að kvarta yfir því. Það verður ekki mikill vindur hérna í Fossvoginum eins og vanalega, en rennblautur völlur mun hjálpa báðum liðum, klárlega.“ Ekki bara erfiðasta liðið í riðlinum, heldur langerfiðasta Fyrr í dag mættust Inter Escaldes frá Andorra og La Fiorita frá San Marínó í leik þar sem þeir fyrrnefndu höfðu betur, 2-1. Sigurlið kvöldsins mun því mæta Inter Escaldes í úrslitaleik umspilsins, en Arnar segir að Levadia Tallin sé sterkasti andstæðingurinn sem Víkingur gat fengið. „Nei, langerfiðasta liðið,“ sagði Arnar aðspurður að því hvort Levadia Tallin væri erfiðasta liðið að mæta af þessum þrem sem möguleiki var á. „Annað hvort erum við að fara að mæta þessu liði í úrslitaleik á föstudaginn eða núna og það er fínt að klára þennan leik. Með fullri virðingu fyrir liðunum frá Andorra og San Marínó þá eiga bæði Víkingur og Levadia að vinna þau tvö lið, þótt fótboltinn sé stundum skrýtinn. En úrslitaleikurinn er að mínu mati að fara fram hérna á eftir.“ „Ég er ekki að segja að það sé formsatriði fyrir bæði lið að klára þá leikinn á föstudaginn, en miðað við leikinn sem var hérna áðan þá eiga bæði lið að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir Levadia leikinn Vonar að heimavöllurinn hjálpi og gerir sér grein fyrir mikilvægi leiksins Levadia Tallin er ríkjandi meistari í Eistlandi, rétt eins og Víkingur er ríkjandi meistari hér á Íslandi og Arnar segir margt svipað með þessum tveimur liðum. „Þeir eru ekkert ósvipaðir og við. Þeir leggja mikið upp úr því að halda bolta og eru góðir í því. Þeir eru ásamt Flora Tallin tvö langbestu liðin í Eistlandi. Það er svona kannski til marks um þeirra styrkleika þá urður þeir meistarar í fyrra og Flora Tallin komst í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni, bara svona til að menn átti sig aðeins á styrkleika deildarinnar.“ „Þetta er 50/50 leikur, en vonandi mun heimavöllurinn hjálpa okkur mikið og við fáum góðan stuðning. Eins og ég sagði áðan þá er mikið í húfi bæði fyrir okkar klúbb og íslenska knattspyrnu, þannig að vonandi verður stemning í Víkinni á eftir,“ sagði Arnar sem gerir sér fullkomna grein fyrir mikilvægi leiksins. „Við því miður höfum hrapað neðarlega á listann sem gerir það að verkum að við erum að spila í umspili um að komast í forkeppni hérna á eftir. Það er ekki góð þróun ásamt því að við séum búin að missa fjórða sætið okkar og ég þarf ekkert að segja hversu mikla þýðingu þetta hefur fjárhagslega fyrir íslenskan fótbolta.“ „Við þurfum bara að taka þessa ábyrgð, og taka henni mjög alvarlega, ásamt Blikum, sem gerðu mjög gott mót í Evrópukeppni í fyrra og KR sem eru fulltrúar Íslands í ár. Við þurfum bara að girða okkur í brók og fá þetta fjórða sæti aftur,“ sagði Arnar staðráðinn í því að gera vel í Evrópuævintýri Víkings. Leikur Víkings og Levadia Tallin hefst klukkan 19:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra. 21. júní 2022 15:07 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra. 21. júní 2022 15:07