Fleiri fréttir

„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“

Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta.

Ulrik Wilbek að missa heyrnina

Ulrik Wilbek, fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta og borgarstjóri í Viborg, þjáist af heyrnarkvilla.

Samherji Viggós kom út úr skápnum

Lucas Krzikalla, leikmaður Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, greindi frá því um helgina að hann væri samkynhneigður.

Segir Ísfirðinga hafa reynt að fá Hauk Þrastarson

Hörður frá Ísafirði er nýliði í Olís deildinni í handbolta og eru enn stigalausir eftir fyrstu þrjá leiki sína en það verður ekki annað sagt en að forráðamenn liðsins séu metnaðarfullir.

Haukur og félagar hafa unnið 75 deildarleiki í röð

Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska stórliðinu Kielce hafa ekki lagt í vana sinn að tapa mörgum deildarleikjum undanfarin ár. Liðið hefur nú unnið 75 leiki í röð í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 21 marks stórsigur gegn Gwardia Opole, 42-21.

„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “

„Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. 

Sveinn hafði betur í Íslendingaslag

Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Skjern unnu góðan tveggja marka sigur, 30-28, er liðið tók á móti Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

„Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju“

„Mér líður ekki vel. Ég held að við og ég segi það sama og ég sagði eftir síðasta leik, við verðum að vera betri. Frá byrjun vorum við að elta þá og það er svo erfitt að byrja leikinn á elta og það er erfitt í sextíu mínútur. Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju, góður leikur hjá þeim,“ sagði Carlos Martin Santos, eftir tap á ÍR í kvöld. Lokatölur 35-34. 

Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um

„Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

„Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli“

Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, átti stórleik þegar liðið gerði jafntefli gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 31-31. Einar skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga og hans fjórða mark í leiknum var hans þúsundasta fyrir félagið í opinberum keppnisleikjum.

„Fannst halla mjög mikið á okkur“

Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var svekktur með lokamínútur fyrri hálfleiks í tapinu fyrir Val í kvöld, 26-18. Honum fannst Valsmenn fá að ganga full hart fram í vörninni.

Karen á von á páskaunga

Landsliðskonan Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi og lykilmaður Fram í handbolta, verður ekki með Íslandsmeisturunum í vetur þar sem hún er ólétt að sínu öðru barni.

Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla

„Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém.

„Skandall að hún sé að hætta“

Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik Þórs/KA og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta um helgina en hún tilkynnti nýverið að skórnir væru komnir upp í hillu. Hún var því til umræðu í Seinni bylgjunni.

Framkvæmdastjóri HSÍ segir að treysta verði því sem búið sé að segja og lofa

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að það eina sem virki í málefnum nýrrar þjóðarhallar sé að treysta því sem búið sé að segja og lofa. Laugardalshöllin var opnuð á nýjan leik um helgina, en handboltalandsliðin geta ekki leikið þar fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót.

Janus og Sigvaldi markahæstir en Kolstad þarf að snúa taflinu við

Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru markahæstu menn Kolstad er liðið heimsótti spænska liðið Bidasoa Irun í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Heimamenn höfðu betur í kvöld, 30-27, og Íslendingaliðið þarf því á sigri að halda í síðari leik liðanna að viku liðinni.

Teitur markahæstur í stórum Evrópusigri Flensbug

Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður vallarins er Flensburg vann afar öruggan 14 marka sigur gegn pólska liðinu MMTS Kwidzyn í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í dag, 25-39.

Kross 3. umferðar: Mutombo á Ísafirði og bangsaknús Róberts

Þriðja umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

Hand­kastið um Stjörnuna: „Þeirra bestu leik­menn eru ekki að stíga upp og þá endar þetta svona“

„Á meðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, eins og er endalaust verið að tala um, eru með fretið upp á bak - Hergeir [Grímsson] og Tandri Már [Konráðsson] - þá fer þetta svona hjá Stjörnunni,“ sagði Styrmir „Snickers“ Sigurðsson í síðast þætti af Handkastinu þar sem farið var yfir óvæntan sigur Gróttu á Stjörnunni í Olís deild karla í handbolta.

Viktor Gísli tæpur fyrir landsleikina

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er kominn í kapphlaup við tímann um að geta verið með íslenska landsliðinu þegar undankeppni EM hefst í næsta mánuði.

Bjarki Már marka­hæstur hjá Veszprém

Bjarki Már Elísson er hægt og rólega að komast í sitt besta form með Veszprém. Hann var markahæstur hjá sínu liði er það fékk Tatabánya í heimsókn í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 42-32.

Sjá næstu 50 fréttir