Fleiri fréttir

Memphis sparkaði Spurs í sumarfrí

Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir í nótt og sló út San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þetta eru afar óvænt tíðindi enda endaði Memphis í áttunda sæti Vesturdeilarinnar sem Spurs vann. Memphis vann leikinn í nótt 99-91 og rimmu liðanna, 4-2.

Ingi Þór búinn að semja við Snæfell til ársins 2014

Ingi Þór Steinþórsson framlengdi í gær samning sinn við Snæfell um tvö ár og mun því þjálfa karla- og kvennalið félagsins til ársins 2014. Ingi Þór var að klára sitt annað tímabil í Hólminum en hann gerði karlaliðið að tvöföldum meisturum á sínu fyrsta ári og í vetur vann liðið Lengjubikarinn og Meistarakeppnina.

Sigurður tekur við Keflavíkurliðinu

Sigurður Ingimundarson hefur gert tveggja ára samning við Keflavík um að taka við karlaliði félagsins. Sigurður var látinn fara frá Njarðvík á miðjutímabili en snýr nú aftur á heimaslóðirnar. Þetta kemur fram á Víkurfréttum.

NBA: Lakers, Dallas og Atlanta komin áfram

Atlanta Hawks gerði sér lítið fyrir í nótt og sendi Orlando Magic í sumarfrí. Atlanta vann sjötta leik liðanna og rimmuna, 4-2. LA Lakers og Dallas Mavericks komust einnig áfram í nótt.

Norrköping jafnaði einvígið á móti Sundsvall

Norrköping Dolphins náði að jafna úrslitaeinvígið á móti Sundsvall Dragons eftir 93-84 sigur í fjórða leik liðanna í kvöld. Sundsvall var búið að vinna tvo leiki í röð í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænsku meistari.

Billups verður áfram með New York á næsta tímabili

New York Knicks ætlar að halda leikstjórnandanum Chauncey Billups á næsta tímabili og borga honum 14,2 milljónir dollara fyrir tímabilið 2012-2013 eða 1,6 milljarða íslenskra króna. Þetta tilkynnti Donnie Walsh, forseti félagsins í dag.

NBA: Lakers í lykilstöðu og Orlando enn á lífi

Ökklinn á Kobe Bryant virtist vera í fínu lagi í nótt er Kobe leiddi Lakers til lykilsigurs gegn New Orleans. Lakers komst fyrir vikið yfir í einvíginu og vantar einn sigur í viðbót til þess að komast áfram í næstu umferð.

Sundsvall komið í 2-1 eftir tíu stiga heimasigur

Sundsvall Dragons er komið í 2-1 í úrslitaeinvíginu á móti Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænskur meistari. Sundsvall var á heimavelli í kvöld og vann 10 stiga sigur, 80-70.

Kobe er tognaður á ökkla

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, er tognaður á vinstri ökkla sem er mikið áhyggjuefni fyrir meistarana. Engu að síður stefnir Kobe að því að spila næstu leiki með liðinu.

Leikmaður Lakers handtekinn fyrir dólgslæti

Derrick Caracter, leikmaður LA Lakers, var handtekinn í New Orleans í gær fyrir að hrinda gjaldkera pönnukökuveitingastaðar sem og fyrir læti á almannafæri en hann var drukkinn.

Philadelphia bjargaði andlitinu

Philadelphia 76ers náði að vinna Miami Heat í fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í dag, 86-82. Miami hefur 3-1 forystu í einvíginu.

Sundsvall jafnaði metin

Sundsvall Dragons jafnaði í dag metin í rimmunni gegn Norrköping Dolphins um sænska meistarartitilinn í körfubolta í 1-1. Sundsvall vann þá nauman sigur á útivelli, 94-93.

NBA: Indiana Pacers neitar að fara í sumarfrí

Indiana Pacers vann í kvöld fjórða leikinn gegn Chicago Bulls, 89-84, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA. Staðan í einvíginu er því 3-1 fyrir Bulls og enn á brattann að sækja fyrir Pacers.

NBA: Boston í lykilstöðu - Lakers settist í bílstjórasætið

Boston Celtics kom sér heldur betur í góða stöðu gegn New York Knicks í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA, en þeir grænklæddu unnu sannfærandi sigur, 113 -96, í Madison Square Garden og leiða einvígið 3-0. Fjóra sigra þarf til að komast í næstu umferð og því vantar Boston aðeins einn sigur til viðbótar.

Stuðningsmenn Portland grýttu Cuban

Hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks, Mark Cuban, fékk það óþvegið frá stuðningsmönnum Portland Trailblazers í nótt. Eftir að hafa staðið í orðaskiptum við þá var Cuban grýttur.

Ming vill ekki fara frá Houston

Það er talsverð óvissa um framtíð Kínverjans stóra, Yao Ming, en samningur hans við Houston Rockets rennur út í sumar. Sjálfur segist hann vilja vera áfram hjá félaginu. Ming hefur verið mikið meiddur í vetur og tók ekki þátt nema í fimm leikjum með Rockets.

Hlynur rekinn út úr húsi og Sundsvall tapaði fyrsta leiknum

Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í fyrsta leik úrslitaeinvígis Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins um sænska meistaratitilinn í dag. Sundsvall tapaði leiknum með einu stigi á heimavelli sínum, 78-79, eftir að hafa verið í mjög góðri stöðu til að vinna leikinn á lokakaflanum.

Slam-blaðið: Michael Jordan sá besti frá upphafi

Bandaríkska körfuboltablaðið Slam, sem er vel þekkt hér á landi, hefur valið 500 bestu NBA-leikmenn allra tíma og þeir setja Michael Jordan í fyrsta sætið á undan þeim Wilt Chamberlain og Bill Russell.

Hlynur og Jakob spila fyrsta leik úrslitanna í dag

Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson verða í eldlínunni í dag þegar úrslitaeinvígi Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins fer af stað en fyrsti leikurinn fer fram í Sundsvall og hefst klukkna 14.04 að íslenskum tíma. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænskur meistari.

Tilþrifin sem kveiktu í Miami-liðinu í nótt - myndband

Dwyane Wade og LeBron James voru saman með 56 stig og 25 fráköst í 100-94 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en það voru flestir á því að troðsla Wade eftir skrautlega stoðsendingu frá James hafi kveikt í liðinu þegar þeir voru 68-62 undir í þriðja leikhlutanum.

NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann Dallas

NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.

Marcus tók stigametið af Damon

Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar.

KR átti fjóra bestu leikmenn úrslitaeinvígisins

Fjórir KR-ingar voru efstir á listanum yfir hæsta framlagið í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla sem lauk með öruggum sigri KR-inga í fjórða leiknum í Garðabænum í gær. KR vann einvígið 3-1.

Vinna bara á oddaárunum eins og San Antonio Spurs

KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í gær með því að vinna fjórða leikinn í úrslitaeinvígi sínu á móti Stjörnunni. Þetta er í þriðja sinn frá og með árinu 2007 sem Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum glæsilega en líkt og hjá NBA-liðinu San Antonio Spurs þá hafa KR-ingar bara unnið titilinn á oddaárum síðan að Fannar kom í Vesturbæinn.

Hrafn og Fannar fetuðu í fótspor Gunnars og Einars Bolla

Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, og Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, fetuðu í gærkvöldi í fótspor Gunnars Gunnarssonar og Einars Bollasonar þegar KR-ingar urðu Íslandsmeistarar. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn í 32 ár sem KR vinnur tvöfalt í karlakörfunni, það er verður Íslandsmeistari og bikarmeistari á sama tímabilinu.

Odom valinn besti varamaðurinn í NBA

Lamar Odom, leikmaður LA LAkers, var í nótt útnefndur besti varamaðurinn í NBA-deildinni í körfubolta eða besti sjötti leikmaðurinn eins og verðlaunin eru kölluð.

NBA í nótt: Orlando jafnaði metin

Orlando Magic jafnaði í nótt metin í rimmunni við Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan er nú 1-1.

KR Íslandsmeistari 2011 - myndir

Það var glatt á hjalla hjá KR-ingum í Ásgarði í gær en þá varð körfuboltalið félagsins Íslandsmeistari eftir afar sannfærandi sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna, 3-1.

Hrafn: Ég svíf um á skýi

„Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla.

Umfjöllun: KR Íslandsmeistari eftir sannfærandi sigur í Garðabænum

KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þriðja sinn á fjórum árum og í tólfta sinn frá upphafi eftir sannfærandi fjórtán stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 109-95, í fjórða leik liðanna úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í Ásgarði í Garðabæ. KR vann því úrslitaeinvígið 3-1.

Marcus: Frábært að spila fyrir framan þetta fólk

„Ég get ekki útskýrt hvernig mér líður,“ sagði Marcus Walker, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld. KR varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið Stjörnuna 3-1 í einvíginu.

Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík.

Finnur: Það var komin tími á mig

„Þetta er yndisleg tilfinning, ég er búin að horfa á bræður mína báða taka þennan titil, en núna var komið að mér,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld eftir að hafa unnið einvígið 3-1.

Pavel: Ég á heiminn

„Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra.

Brynjar Þór: Auðveldasti titillinn

Brynjar Þór Björnsson varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja sinn með KR og segir hann þennan titil hafa verið þann auðveldasta á ferlinum.

Teitur: KR-ingarnir bara betri

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum.

Brynjar um Walker: Stórkostlegur

"Hann er stórkostlegur og það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig honum óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið.“

Sjá næstu 50 fréttir