Fleiri fréttir

Auðvelt hjá Keflvíkingum

Keflavík vann öruggan sigur á Fjölni, 93-69, í Iceland Express-deild kvenna í dag. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér.

Jón Arnór stigahæstur í sigri CAI Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig og tók sex fráköst þegar að lið hans, CAI Zaragoza, hafði sigur gegn Asefa Estudiantes í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 75-72.

NBA í nótt: Lin hetja New York á ný

Jeremy Lin var enn og aftur lykilmaður í liði New York Knicks sem vann sinn fimmta leik í röð, í þetta sinn gegn Minnesota Timberwolves, 100-98.

Óvæntur sigur Hamars í vesturbænum

Hamarskonur komu heldur betur á óvart í Iceland Express-deild kvenna með því að vinna sterkt lið KR í vesturbæ Reykjavíkur í dag, 72-69. Alls fóru þrír leikir fram í dag.

NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða Lin gegn Lakers

Fyrir viku síðan vissu fáir hver Jeremy Lin var en í nótt gekk hann nánast einn síns liðs frá margföldu meistaraliði LA Lakers. Hann skoraði 38 stig fyrir New York Knicks sem vann sjö stiga sigur, 92-85.

Treyjunúmer Péturs og Shaq tekið úr umferð hjá Lakers

Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa tilkynnt að treyja Shaquille O'Neal, númer 34, verði tekin úr umferð á næstu leiktíð. Pétur Guðmundsson spilaði með sama númer á treyju sinni á 9. áratugnum hjá Lakers.

Sundsvall vann Íslendingaslaginn í Svíþjóð

Sundsvall Dragons hafði betur í Íslendingaslagnum gegn 08 Stockholm HR í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur voru 89-67 í leik þar sem Drekarnir höfðu öll völd á vellinum frá upphafi.

Nýjasta og óvæntasta stjarna NBA-deildarinnar í beinni í kvöld

Það þekktu ekki margir körfuboltaáhugamenn nafnið Jeremy Lin fyrir rúmri viku en á aðeins nokkrum dögum er þessi 23 ára bandaríski strákur ættaður frá Tævan orðin nýjasta og óvæntasta stjarna NBA-deildarinnar. Lin verður í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld þegar lið hans New York Knicks tekur á móti Los Angeles Lakers í Madison Square Garden en leikur liðanna hefst klukkan eitt eftir miðnætti.

Keflavík ætlar ekki að áfrýja - undanúrslitaleikirnir á mánudagskvöldið

Mótanefnd KKÍ hefur sett á undanúrslitaleiki Powerade-bikars kvenna næstkomandi mánudag kl. 19.15 en það hefur dregist að setja leikina á vegna kærumáls. Keflavík kærði framkvæmd leiks Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiksins skuli standa.

Garnett og Duncan ekki valdir en Dirk og Pierce verða með

Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, hefur ekki átt gott tímabil í NBA-deildinni í körfubolta en var engu að síður valinn í Stjörnuleikinn sem fram fer í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Það var tilkynnt í gær hverjir verða varamenn í leiknum í ár. Dirk var maðurinn á bak við sigur Dallas síðasta sumar en er "aðeins" að skila 17,6 stigum að meðaltali í leik í vetur.

Billups sleit hásin: Ég ætla ekki að skríða út úr NBA-deildinni

Chauncey Billups verður ekkert meira með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta á tímabilinu eftir að hann sleit hásin í leik á móti Orlando Magic í vikunni. Billups er 35 ára gamall og á sínu fimmtánda tímabili en ætlar sér samt að snúa aftur í NBA-deildina.

Kæru Keflvíkinga hafnað | Úrslitin standa í leik Njarðvíkur og Keflavíkur

Úrslitin úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta sem fram fór þann 23. janúar síðastliðinn, munu standa en það er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. Njarðvík verður því í undanúrslitum keppninnar ásamt Haukum, Snæfelli og Stjörnunni. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

NBA í nótt: Parker sjóðheitur í sigri Spurs

Tony Parker skoraði 37 stig þegar að San Antonio Spurs vann góðan útisigur á sterku liði Philadelphia 76ers í NBA-deildinni. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt.

Shaq óskaði Kobe til hamingju

Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers.

NBA í nótt: Pierce tók fram úr Bird

Paul Pierce er orðinn næst stigahæsti leikmaður Boston Celtics frá upphafi en hann skoraði fimmtán stig þegar að liðið vann Charlotte Bobcats, 94-84, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Tímabilið mögulega búið hjá Billups

Sigur LA Clippers gegn Orlando í NBA-deildinni í nótt mun reynast fyrrnefnda liðinu mögulega afar dýrkeyptur því líkur eru á að Chauncey Billups verði frá út tímabilið vegna meiðsla.

NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði

LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni.

Undanúrslit í uppnámi

Ekki er ljóst hvenær undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik fara fram. Beðið er eftir niðurstöðu kærumáls úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur sem fram fór í átta liða úrslitum.

Fer Steve Nash frá Phoenix Suns?

Það eru engar líkur á því að Phoenix Suns gerir atlögu að NBA meistaratitlinum í ár en liðið hefur aðeins unnið 9 leik en tapað 14 það sem af er vetri. Slakt gengi liðsins hefur vakið upp þann orðróm að leikstjórnandinn Steve Nash fari frá liðinu í leikmannaskiptum. Nash er 38 ára gamall og er hann enn á meðal bestu leikstjórnandi deildarinnar, með 14,5 stig að meðtali og um 10 stoðsendingar í leik.

NBA: Boston og Miami lönduðu sigrum

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í gær. Boston hafði betur á heimavelli gegn Memphis, 98-80. Miami Heat lagði Toronto á heimavelli sínum 95-89.

Bárður: Vill fá hálfan Skagafjörðinn í höllina

"Við erum bara í skýjunum eftir þennan leik,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, eftir sigurinn á KR í undanúrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Tindastóll vann leikinn 89-86 og eru því komnir í úrslitaleikinn þar sem þeir mæta Keflvíkingum 18. febrúar.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KFÍ 90-77

Keflavík er komið í úrslit Poweradebikarsins eftir 90-77 sigur á KFÍ á heimavelli sínum í kvöld. KFÍ sem er á toppi 1. deildar gerði hvað það gat til að stríða Keflavík en að lokum var getumunurinn á liðunum of mikill og sigur Keflavíkur öruggur.

Jón Arnór með tólf stig í sigri á Valencia

Jón Arnór Stefánsson átti ágætan leik þegar CAI Zaragoza vann 71-63 sigur á Valencia Basket í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Þetta var þriðji sigur Zaragoza-liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið gerði út um leikinn í dag með því að vinna fjórða leikhlutann 23-9.

NBA: Parker með 42 stig í sigri San Antonio á Oklahoma City

San Antonio Spurs liðið er að komast á skrið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann besta lið deildarinnar, Oklahoma City Thunder, í nótt þökk sé stórleik frá Tony Parker. Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers töpuðu bæði sínum leikjum en New York Knicks náði að vinna nágrannaslaginn við New Jersey Nets.

Skrifa Stólarnir nýja sögu?

Undanúrslit Poweradebikars karla fara fram í kvöld þegar Keflavík fær KFÍ í heimsókn í Toyota-höllina í Keflavík og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum en báðir leikir hefjast klukkan 19.15.

Haukur Helgi og félagar áfram öflugir á heimavelli

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa unnu 21 stigs heimasigur á Baloncesto Fuenlabrada, 80-59, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Manresa fór upp fyrir Fuenlabrada og upp í 11. sætið með þessum sigri en alls eru sex lið með sama stigafjölda í 7. til 12. sæti deildarinnar.

LeBron og Kobe bestir í NBA-deildinni í janúar

LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers hafa verið valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar í janúar, James í Austurdeildinni og Bryant í Vesturdeildinni. Fyrstu leikir tímabilsins í desember teljast einnig með.

NBA: Lakers-menn unnu á útivelli og Miami vann Philadelphia

Fjölmargir leikir fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers hefur gengið illa á útivelli í vetur en byrjaði sex leikja útileikjaferðalag á sigri á Denver Nuggets. Miami Heat vann öruggan sigur á spútnikliði Philadelphia 76ers, Boston Celtics vann New York Knicks í hörkuleik, Oklahoma City vann Memphis og þá dugðu 30 stig frá Dirk Nowitzki ekki Dallas á móti Indiana.

LeBron James verður kannski með í troðslukeppninni

LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, tróð með tilþrifum í upphafi vikunnar þegar hann hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls og nú eru bandarískir fjölmiðlamenn að velta því upp að James muni taka þátt í troðslukeppni Stjörnuleiksins sem fer fram í Orlandi í lok febrúar.

Logi í sigurliði

Þremur leikjum kvöldsins af fjórum er lokið í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Seinka þurfti leik Sundsvall og LF Basket um næstum tvær klukkustundir þar sem að dómarar mættu of seint.

NBA: Byrjunarliðin klár fyrir Stjörnuleikinn | Howard fékk flest atkvæði

Það er búið að gefa það út hvaða tíu leikmenn munu byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en leikurinn fer fram í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Los Angeles borg á fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum Vesturdeildarinnar og er það í fyrsta sinn í fimmtán ár sem tvö liðsfélagapör eru í sama byrjunarliði í Stjörnuleik.

NBA: Denver stöðvaði sigurgöngu Clippers | Stórleikur Rose í New York

Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli sigur Denver Nuggets á Los Angeles Clippers í leik tveggja liða úr hópi sterkustu liðanna í Vesturdeildarinnar og síðan frábær frammistaða Derrick Rose í Madison Square Garden í New York.

Miðaverð á NBA-leiki hækkar | Dýrast á leiki New York Knicks

Miðaverð á NBA-leiki er farið að hækka á nýjan leik eftir að hafa staðið í stað í þrjú ár. Meðalverð á miða hefur nú hækkað um 1.7 prósent og upp í 48,48 dollara eða rúmlega sex þúsund krónur íslenskar. Það langdýrast á leiki hjá New York Knicks en meðalmiðaverð á leik í Madison Square Garden er fimm sinnum hærra en hjá Memphis Grizzlies þar sem miðarnir eru ódýrastir.

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Tindastóll 106-87

Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan nítján stiga sigur, 106-87 á slöku liði Tindastóls. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið og þá einna helst fyrir Fjölnismenn því að þeir urðu að vinna hér í kvöld ef þeir ætluðu að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Fjölnismenn fóru á kostum í kvöld og áttu Stólarnir aldrei möguleika í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir