Fleiri fréttir

LeBron sammála Kobe: Við myndum vinna draumaliðið frá 1992

LeBron James er mættur til London ásamt bandaríska körfuboltalandsliðinu og á möguleika á að vinna sitt annað Ólympíugull. Hann er sammála Kobe Bryant með það að bandaríska liðið í dag sé betra en draumaliðið frá 1992.

Ray Allen mætir Boston Celtics í fyrsta leik NBA-tímabilsins

NBA-meistararnir í Miami Heat mun hefja titilvörn sína í NBA-deildinni á móti erkifjendum sínum í Boston Celtics en NBA -deildin er búin að gefa út leikjaniðurröðunina fyrir næsta tímabil sem hefst 30. október næstkomandi.

Páll Axel búinn að semja við nýliða Skallagríms

Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Íslandsmeistara Grindavíkur, verður ekki með liðinu á næsta tímabili því hann er búinn að semja við nýliða Skallagríms. Karfan.is segir frá þessu. Páll Axel hefur áður spilað í Borgarnesi en hann skoraði 21,2 stig að meðaltali í níu leikjum með liðinu veturinn 1997 til 1998.

Kirilenko við það að semja við Minnesota Timberwolves

Rússneski körfuboltamaðurinn Andrei Kirilenko er á leiðinni á ný inn í NBA-deildina í körfubolta samkvæmt bandarískum fjölmiðlum því allt bendir til þess að þessi mikli íþróttamaður sé að ganga frá tveggja ára samningi við Minnesota Timberwolves.

Risatroðsla Valanciunasar yfir Pavel

Karlalandslið Litháen í körfuknattleik fór illa með það íslenska í æfingaleik þjóðanna ytra á þriðjudaginn. Heimamenn unnu fimmtíu stiga sigur í leiknum 101-51.

Carmelo og LeBron í stuði í sigri á Spánverjum

Bandaríska körfuboltalandsliðið sýndi styrk sinn í æfingaleik á móti Spáni í gærkvöldi en Bandaríkjamenn unnu þar öruggan 22 stiga sigur, 100-78, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitaleiknum á síðustu Ólympíuleikum. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir Ólympíuleikana í London.

Svona úrslit munu ekki endurtaka sig

Íslenska körfuboltalandsliðið átti fá svör á móti sterku Ólympíuliði Litháa í Vilníus í gærkvöldi en fyrirliðinn Hlynur Bæringsson er hvergi banginn og segir íslensku strákana staðráðna í að gera Evrópukeppnina að jákvæðu móti.

Strákarnir töpuðu stórt á móti Ólympíuliði Litháa

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti fá svör á móti Ólympíuliði Litháa í æfingaleik í Siemens-höllinni í Vilinius í kvöld. Litháen var komið 20 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og vann leikinn á endanum með 50 stigum, 101-51.

Bullock eltir Watson til Finnlands

Körfuknattleiksmaðurinn J'Nathan Bullock, sem varð Íslandsmeistari með Grindavík á síðustu leiktíð, hefur samið við finnska úrvalsdeildarliðið Karhu. Frá þessu er greint á Karfan.is.

Ragna Margrét til liðs við Val

Körfuknattleikskonan Ragna Margrét Brynjarsdóttir er gengin til liðs við meistaraflokk Vals í körfuknattleik. Frá þessu er greint á heimasíðu Vals.

Erlendur þjálfari kemur vel til greina hjá KR-ingum

Hrafn Kristjánsson mun ekki stýra KR-liðinu í Dominos deildinni í körfuknattleik karla á næstu leiktíð og eru forráðamenn liðsins í þjálfaraleit. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir í samtali við karfan.is að það komi vel til greina að leita að erlendir þjálfarar komi vel til greina hjá félaginu.

LA Lakers heldur áfram að styrkja liðið

Hinn þaulreyndi leikmaður Antawn Jamison hefur samið við LA Lakers og er samningurinn til eins árs. Framherjinn, sem er 36 ára gamall, var í aðalhlutverki hjá Cleveland Cavaliers en hann hefur einnig leikið með Washington Wizards. Jamison hefur aldrei unnið NBA titil á ferlinum og er hann í sömu stöðu og kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash sem hefur einnig samið við Lakers.

NBA liðin fá að setja auglýsingar á búningana

Stjórn NBA deildarinnar í körfuknattleik hefur samþykkt að leyfa liðunum í deildinni að selja auglýsingar á keppnisbúninga. Auglýsingar hafa aldrei verið leyfðar á keppnisbúningum í NBA deildinni en frá og með keppnistímabilinu 2013-2014 verður það leyft.

Draumaliðið átti ekki í vandræðum með Bretland

Bandaríska landsliðið í körfuknattleik karla átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Breta að velli í æfingaleik sem fram fór í Manchester í gær. "Draumaliðið“ skoraði 118 stig gegn 78 stigum heimamanna en 17.000 áhorfendur mættu á leikinn.

Grant Hill til LA Clippers

Hinn þaulreyndi framherji Grant Hill mun að öllum líkindum semja við NBA liðið LA Clippers fyrir næstu leiktíð.Clippers hefur á að skipa kjarna yngri leikmanna sem eru líklegir til þess að gera atlögu að NBA titlinum á næstu misserum og hinn leikreyndi Hill hefur áhuga á að taka þátt í því verkefni. Hill, sem hefur lék síðast með Phoenix Suns, hafði verið orðaður við New York Knicks og LA Lakers.

Kobe Bryant blæs á hugmyndir NBA um aldurstakmörk

Kobe Bryant er ekki hrifin af hugmyndum NBA deildarinnar þess efnis að setja aldursmörk á þá leikmenn sem valdir verða í bandaríska ólympíulandsliðið í nánustu framtíð. Bryant undirbýr sig af krafti með liðsfélögum sínum fyrir titilvörnina á ÓL í London sem hefjast eftir rúmlega viku.

Jeremy Lin endar líklega í Houston

Leikstjórnandinn Jeremy Lin vakti gríðarlega athygli á síðustu leiktíð með liði New York Knicks í NBA deildinni í körfuknattleik. Algjört æði greip um sig í New York og víðar þegar nýliðinn sýndi snilldartakta með liði sínu eftir að hafa fengið óvænt tækifæri í byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna.

LA Lakers vilja klófesta Dwight Howard

Miðherjinn sterki, Dwight Howard, er einn stærsti "bitinn“ á leikmannamarkaðinum í NBA deildinni í körfubolta. Howard hefur ekki áhuga á að semja við Orlando Magic að nýju og flest NBA lið vilja klófesta leikmanninn sem er á meðal bestu varnarmanna deildarinnar.

Hrafn verður ekki áfram þjálfari KR-liðsins

Körfuknattleiksdeild KR og Hrafn Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningaviðræðum varðandi endurnýjun samnings Hrafns við deildina fyrir komandi keppnistímabil og mun hann því ekki sjá um þjálfun meistaraflokks karla næstu leiktíð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KR-ingar sendu frá sér í dag.

Blindfullur Jason Kidd keyrði á símastaur

Körfuknattleiksmaðurinn Jason Kidd lenti í umferðarslysi nærri heimili sínu á Long Island í New York-fylki aðfaranótt sunnudags. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.

Krzyzewski hefði valið Luol Deng í bandaríska landsliðið

Bandaríska landsliðið í körfuknattleik karla er þessa dagana að leggja lokahöndina á titilvörn sína fyrir Ólympíuleikana sem hefjast í London í lok júlí. Bandaríska liðið er þessa stundina við æfingar í Manchester á Englandi þar sem liðið mun leika æfingaleik gegn Bretlandi á fimmtudag. Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska liðsins, segir að Luol Deng, leikmaður breska liðsins hefði líklega verið valinn í bandaríska liðið ef hann hefði verið með rétt ríkisfang.

Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar

Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu.

Irving skorar Kobe á hólm

Það er enginn skortur á sjálfstrausti hjá nýliða ársins í NBA-deildinni, Kyrie Irving, því hann er búinn að skora sjálfan Kobe Bryant á hólm í leik - einn á einn.

Lin samdi við Houston | Knicks getur jafnað tilboðið

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum bandarískra fjölmiðla þá hefur leikstjórnandinn Jeremy Lin skrifað undir þriggja ára samningstilboð frá Houston Rockets. Samningurinn er talinn vera 25 milljón dollara virði.

Brynjar og Helgi komnir heim

Körfuknattleiksdeild KR tilkynnti formlega til leiks í gær þá Brynjar Þór Björnsson og Helga Má Magnússon sem eru komnir heim í heiðardalinn.

Griffin missir líklega af ÓL

Bandaríska landsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir áfalli því framherjinn Blake Griffin er meiddur á hné og mun líklega ekki taka þátt á Ólympíuleikunum.

Hörður Axel dregur sig úr íslenska landsliðinu

Körfuknattleikskappinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands í samtali við Vísi í morgun.

Rashard Lewis til Miami

Meistarar Miami Heat halda áfram að raða skyttum í kringum stórstjörnur liðsins. Nú er Rashard Lewis búinn að semja við Heat.

Love hótar að fara frá Úlfunum

Bandaríska körfuboltalandsliðið á ÓL er afar vel mannað. Leikmenn liðsins hafa samtals unnið sjö meistaratitla og leikið yfir 700 leiki í úrslitakeppninni. Aðeins einn leikmaður liðsins hefur ekki spilað í úrslitakeppninni.

LeBron og Kobe á Ólympíuleikana

Í gær var tilkynnt hvaða leikmenn munu skipa bandaríska körfuboltalandsliðið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Tvær stærstu stjörnur NBA-deildarinnar, LeBron James og Kobe Bryant, verða með á leikunum.

Ray Allen fer til Miami Heat

Ray Allen ætlar að fara frá Boston Celtic og ganga til liðs við NBA-meistarana í Miami Heat. Hann mun taka á sig launalækkun til að freista þess að vinna annan NBA-meistaratitil.

Nash nálgast Knicks

Leikstjórnandinn Steve Nash, leikmaður Phoenix Suns í NBA-körfuboltanum, er sterklega orðaður við New York Knicks í bandarískum fjölmiðlum í dag.

Marlow semur á ný við Snæfell

Kieraah L. Marlow hefur samið ná ný við kvennalið Snæfells í Domino's deildinni út næstu leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Deron Williams samdi við Brooklyn Nets - fær 100 milljónir dollara

Deron Williams, leikstjórnandinn snjalli, er búinn að taka ákvörðun um að spila áfram með Nets í NBA-deildinni í körfubolta í stað þess að fara til Dallas Mavericks sem sóttist eftir þjónustu hans. Williams fær 100 milljónir dollara fyrir fimm ára samning.

Sjá næstu 50 fréttir