Fleiri fréttir

Snæfell vann tvöfalt um helgina

Karla- og kvennalið Snæfells báru um helgina sigur úr býtum á æfingamótum sem þau tóku þátt í. Karlaliðið fagnaði sigri á Reykjanes Cup og konurnar í Ljósanæturmóti Njarðvíkur.

Vinna strákarnir fyrsta sigurinn í Höllinni í fjögur ár?

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Slóvakíu í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni klukkan 15.45 í dag. Íslenska liðið vann 81-75 sigur í fyrri leik þjóðanna í Slóvakíu og því eiga strákarnir góða möguleika á því að landa sínum fyrsta heimasigri í dag.

Friðrik og Kristján taka fram skóna

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Friðrik Stefánsson hefur tekið fram skóna á nýjan leik og mun leik með Njarðvík í Domino's-deildinni í vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Snæfell vann báða leiki sína á Ljósanæturmóti kvenna í gær

Kvennalið Snæfells byrjaði undirbúningstímabilið í körfunni á tveimur sigrum á Ljósanæturmóti kvenna í gær. Snæfell vann 59-56 sigur á nýliðum Grindavíkur og 66-40 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Njarðvíkur en Njarðvíkurliðið er reyndar mjög mikið breytt frá því í fyrra.

18 þristar á 60 sekúndum - er þetta nýtt heimsmet?

Dave Hopla setti að eigin sögn nýtt heimsmet í þriggja stiga körfum á einni mínútu þegar hann setti niður 18 þriggja stiga skot í röð á dögunum. Hopla hefur áður sett svona skotsýningu á svið en hefur aldrei gert betur en þarna.

Kobe nær sátt í sjö ára gömlu kærumáli

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, hefur loksins náð sátt í máli frá árinu 2005. Þá kærði áhorfandi í Memphis leikmanninn fyrir árás eftir atvik sem átti sér stað í leik Lakers og Grizzlies.

Marcus Walker fékk sér KR-húðflúr á öxlina

Marcus Walker ýtir heldur betur undir goðsögnina einu sinni KR-ingur, ávallt KR-ingur. Þessi frábæri bakvörður sem fór á kostum með KR-liðinu veturinn 2010 til 2011 stóð nefnilega við loforð sitt og fékk sér KR-húðflúr á öxlina.

Jakob hitnar ekki fyrr en í seinni hálfleik

Jakob Örn Sigurðarson bakvörður íslenska körfuboltalandsliðsins er búinn að skora 14,0 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum liðsins í undankeppni EM. Jakob verður í sviðsljósinu í dag þegar strákarnir taka á móti Eistum klukkan 19.15 í Laugardalshöllinni.

Þrír íslenskir leikmenn á topp tíu yfir flestar spilaðar mínútur

Það hefur verið mikið álag á nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta í undankeppni Evrópumótsins en íslenska liðið leikur sinn fimmta leik í kvöld þegar Eistlendingar mæta í Laugardalshöllina. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en bæði lið hafa tapað undanförnum tveimur leikjum og þyrstir því í sigur.

Karlalið Keflavíkur komið með nýjan Kana

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Kevin Giltner fyrir komandi leiktíð í Domino's deildinni í vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Feðgar stjórna öllu hjá eistneska landsliðinu - spila í Höllinni í kvöld

Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga.

Durant: Minn tími er núna

Kevin Durant framherji Oklahoma City Thunder og stjarna kvikmyndarinnar Thunderstruck er orðinn leiður á því að heyra fólk segja að hans tími muni koma. Hann vill meina að hans tími sé núna.

Strákarnir töpuðu með 18 stigum í Svartfjallalandi

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti aldrei möguleika á móti sterku liði Svartfellinga í Niksic í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Svartfellingar unnu leikinn á endanum með 18 stigum, 85-67 eftir að hafa komist mest 25 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð og þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Arnar Freyr og Ingibjörg til Danmerkur

Karla- og kvennalið Keflavíkur hafa orðið fyrir blóðtöku þar sem Arnar Freyr Jónsson og Ingibjörg Jakobsdóttir eru bæði á leið til Danmerkur.

Wade: James á langt með að ná Jordan

Það er engin ný saga að menn beri saman körfuboltastjörnurnar Michael Jordan og LeBron James. Liðsfélagi James hjá Miami, Dwyane Wade, segir að James eigi nokkuð í land með að ná Jordan.

Pavel ekki með Íslandi gegn Svartfellingum

Íslenska landsliðið í körfuknattleik mætir Svartfellingum í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Íslenska liðið verður án Pavel Ermolinskij í leiknum.

Ekki ódýrt að ganga í skóm LeBron James

LeBron James er besti körfuboltamaður heims í dag. NBA-meistari, Ólympíumeistari, bestur í NBA-deildinni. Árið 2012 hefur verið magnað hjá kappanum og nýjust fréttirnar tengdar honum eru í kringum nýju skónna hans, LeBron X, sem eru á leiðinni á markað.

Jón Arnór fjórði stigahæstur eftir þrjár umferðir

Jón Arnór Stefánsson er meðal stigahæstu manna eftir þrjár fyrstu umferðirnar í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta en Jón Arnór hefur skorað 22,0 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjum íslenska landsliðsins.

Paul fór í aðgerð á þumli

Stjörnuleikstjórnandi LA Clippers, Chris Paul, gekkst undir aðgerð á þumli í gær og að sögn talsmanns Clippers gekk aðgerðin vel.

Hlynur lofar því að troða í upphituninni

"Já og já,“ sagði Hlynur Bæringsson landsliðsmaður í körfuknattleik þegar hann var inntur eftir því hvort leikmenn liðsins væri klárir í slaginn gegn Ísrael og hvort Ísland gæti unnið þá í Laugardalshöllinni í kvöld. Liðin eigast við í undankeppni Evrópumótsins en Ísland er með einn sigur eftir tvær umferðir en Ísrael hefur tapað báðum viðureignum sínum í riðlinum.

Ægir Þór ætlar að nýta hraða sinn gegn Ísrael

Ægir Þór Steinarsson leikstjórnandi íslenska landsliðsins í körfuknattleik fær eflaust stórt hlutverk í kvöld þegar Ísland tekur á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll. Ægir fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í 81-75 sigri Íslands gegn Slóvakíu á útivelli s.l. laugardag eftir að Pavel Ermolinskij meiddist í upphitun. Pavel verður ekki með í kvöld og það er ljóst að það mun mikið mæða á Ægi.

Jón Arnór býst við hörkuleik gegn Ísrael í kvöld

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í íslenska körfuknattleikslandsliðinu mæta Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld. Ísland náði frábærum úrslitum gegn Slóvakíu á útivelli s.l. laugardag með 81-75 sigri. Þar fór Jón Arnór á kostum og skoraði hann 28 stig. Landsliðsmaðurinn vonast eftir góðum stuðningi frá íslenskum áhorfendum í kvöld en leikurinn hefst kl. 19.15.

Búið að frumsýna nýja mynd með Durant

Leikmenn NBA-deildarinnar nýttu tímann misvel þegar verkfall var í deildinni. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma Thunder, nýtti tímann til þess að leika í kvikmynd sem nú er búið að frumsýna.

Pavel verður hvíldur á móti Ísrael á morgun

Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Ísrael í Laugardalshöllinni á morgun en hann er ekki orðinn nógu góður af nárameiðslunum sem hann varð fyrir í upphitun fyrir Slóvakíuleikinn á laugardaginn.

Strákarnir fengu skóna sína rétt fyrir æfingu

Íslenska körfuboltalandsliðið er þessa stundina á æfingu fyrir leikinn á móti Ísrael sem fram fer í Laugardalshöllinni á morgun en það munaði engu að sumir leikmanna liðsins þyrftu að æfa á sokkalestunum í kvöld.

LeBron vill spila á ÓL 2016

LeBron James er ekki búinn að fá nóg af Ólympíuleikunum og hefur þegar gefið það út að hann sé klár í að spila í Rio de Janeiro árið 2016.

Jón Arnór: Ég skal bjóða Miðjunni á leikinn

Íslenska körfuboltalandsliðið fylgdi á eftir frábærum seinni hálfleik á móti Serbum á þriðjudaginn var með því að vinna stórglæsilegan útisigur á Slóvakíu á laugardaginn. "Ég myndi segja að þetta væri stórt skref fram á við. Þetta er miklu erfiðari leikur en leikurinn við Serbíu í Höllinni. Við vorum að koma hingað í útileik og vissum ekki mikið um liðið. Þetta var því miklu meiri leikur heldur en í Höllinni,“ sagði Jón Arnór Stefánsson besti maður íslenska liðsins í þessum 81-75 sigri á Slóvökum.

Keyrði í þrjá og hálfan tíma á leikinn

Helena Sverrisdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins og leikmaður slóvakíska liðsins Good Angels Kosice, var meðal áhorfenda á körfuboltalandsleik Slóvaku og Íslands í Levice á laugardaginn. Hún ók í þrjá og hálfan tíma frá Kosice til að horfa á leikinn.

Kobe Bryant með 68 stig á 15 mínútum

Kobe Bryant, helsta stjarna Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum, efndi til sýningar á góðgerðaleik í Kína með Nike um helgina. Bryant lék í 15 mínútur og skoraði 68 stig fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda.

Don Nelson hættur

Don Nelson tilkynnti um helgina að hann er hættur þjálfun. Enginn þjálfari hefur sigrað fleiri leiki á sínum ferli en þjálfarinn litríki sem lauk ferlinum hjá Golden State Warriors.

Sjá næstu 50 fréttir