Fleiri fréttir

Þrír stórsigrar í Pepsi-deild kvenna

Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Staða liðanna í deildinni breyttist lítið við þessa leiki enda úrslit eftir bókinni.

Peter Öqvist: Frábær gluggi fyrir leikmenn Íslands

"Ég elska nýja fyrirkomulagið því það þýðir að heimsklassalandslið á borð við Serbíu koma í heimsókn til Íslands," segir landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik, Svínn Peter Öqvist.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Serbía 79-91

Ísland tapaði fyrir Serbíu 91-78 í fyrsta leik A-riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta í kvöld en getur engu að síður borið höfuðið hátt eftir leikinn. Liðið barðist af krafti en slakur annar leikhluti varð liðinu að falli í kvöld.

Logi Gunnars: Landsleikirnir á móti stóru þjóðunum standa upp úr

"Þetta lið er með þeim bestu í heimi. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Þess vegna er maður í þessu og reynir að vera með í eins mörgum leikjum og maður getur. Maður vill mæla sig á móti þeim bestu," segir landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson.

Verður örugglega troðið í grillið á okkur

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra.

U-18 ára liðið komst ekki áfram

Íslenska U-18 ára landsliðið í körfuknattleik komst ekki í úrslitakeppni átta efstu liðanna í B-deild EM eftir tap gegn Finnum í kvöld, 86-78. Ísland leiddi í hálfleik, 49-45.

Bandaríkin unnu gullið í spennuleik gegn Spánverjum

Bandaríkjamenn tryggðu sér gullið í 107 - 100 sigri á Spánverjum í London. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 6 Ólympíuleikum sem Bandaríkjamenn sigra körfuboltamót Ólympíuleikanna og aðra Ólympíuleikanna í röð sem þeir sigra Spánverja í úrslitum.

Bandarísku körfuboltakonurnar unnu úrslitaleikinn með 36 stigum

Bandaríkin er Ólympíumeistari kvenna í körfubolta á fimmtu Ólympíuleikunum í röð eftir 36 stiga sigur á Frakklandi, 86-50, í úrslitaleiknum í kvöld. Bandaríska liðið var algjört yfirburðarlið á mótinu og vann alla átta leiki sína sannfærandi.

Bandaríkin og Spánn mætast í úrslitaleiknum á öðrum leikunum í röð

Bandaríkin og Spánn spila um gullið í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í London en þetta varð ljóst í dag. Spánverjar unnu Rússa og Bandaríkjamenn fóru illa með Argentínumenn. Lið Bandaríkjamanna og Spánverja mætast því í úrslitaleiknum á öðrum Ólympíuleikunum í röð.

Dwight Howard í LA Lakers

Los Angeles Lakers og Dwight Howard, leikmaður Orlando í NBA deildinni í körfubolta, hafa samþykkt samning um félagaskipti leikmannsins til L.A Lakers. Frá þessu greina ESPN og The Los Angeles Times.

LeBron með þrefalda tvennu í öruggum sigri Bandaríkjanna

Bandaríkjamenn eru fáum að óvörum komnir í undanúrslit í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna eftir 33 stiga sigur á Ástralíu, 119-86, í átta liða úrslitunum í kvöld. Bandaríkjamenn mæta Argentínu í undanúrslitunum en í hinum leiknum spila Rússar og Spánverjar.

Íslands- og bikarmeistaranir saman í riðli í Lengjubikar karla

Það styttist í að körfuboltatímabilið hefjist og í dag var dregið í riðla í Lengjubikar karla og kvenna. Íslandsmeistarar Grindavíkur í karlaflokki lentu í sama riðli og bikarmeistarar Keflavíkur og hjá honunum drógust Reykjanesbæjarliðin, Njarðvík og Keflavík, í sama riðli.

Draumaliðið marði sigur á Litháen

Bandaríska körfuknattleiksliðið lenti í miklu basli gegn öflugu liði Litháen á Ólympíuleikunum, en sýndu mátt sinn í fjórða leikhlutanum og sigldu þeir fram úr á lokasprettinum og unnu að lokum fimm stiga sigur 99-94.

Dennis Rodman búinn að skrifa barnabók

Dennis Rodman, meðlimur í frægðarhöll körfuboltans og einn besti frákastari allra tíma í NBA-deildinni í körfubolta, er nú orðinn barnabókarhöfundur. Rodman er búinn að skrifa barnabókina "Dennis the Wild Bull" eða "Vilta nautið Dennis".

Annar Kani kominn til Snæfells

Asim McQueen er genginn í raðir karlaliðs Snæfells í körfuknattleik. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Jones hættur við að spila með Njarðvík

Bandaríkjamaðurinn Jonathan Jones, sem spila átti með Njarðvík í efstu deild karla í körfuknattleik í vetur, mun ekki koma til liðsins. Karfan.is greinir frá þessu.

Sjá næstu 50 fréttir