Fleiri fréttir

Chris Paul hyggst framlengja við Clippers

Talið er að leikstjórnandinn Chris Paul muni semja við NBA-lið Los Angeles Clippers næsta sumar þegar hann verður samningslaus. Paul leikur með Clippers sem leikið hefur mjög vel í vetur.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór 88-83

KR batt enda á þriggja leikja taphrinu með góðum sigri á Þór frá Þorlákshöfn 88-83 á heimavelli sínum í kvöld í Dominos deild karla í körfubolta. KR var einu stigi yfir í hálfleik 44-43.

Auðvelt hjá Miami | Frábær endurkoma hjá Lakers

NBA-meistarar Miami Heat unnu frekar auðveldan sigur á LA Clippers í stórleik næturinnar í NBA-deildinni. Svo auðveldur var sigurinn að LeBron James og Dwyane Wade gátu hvílt sig nánast allan fjórða leikhlutann.

Langar þig að lykta eins og Chris Paul?

Atvinnuíþróttamenn svitna gríðarlega í vinnunni og lyktin af þeim eftir leiki er ekki beint til útflutnings. Menn verða því að beita öllum ráðum til þess að lykta almennilega þess á milli.

Þórsarar unnu Stjörnuna - Hreinn hetja Tindastóls

Þórsarar komust aftur upp í annað sætið í Dominos-deild karla í körfubolta eftir fimmstiga sigur á Stjörnunni, 105-100, í spennuleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjörnumenn hafa nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Tindastóll komst á sama tíma úr fallsæti eftir dramatískan heimasigur á Fjölni.

Pavel fór í gang í seinni hálfleik

Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping fögnuðu í kvöld sínum fimmta sigri í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið vann átta stiga sigur á Solna Vikings, 91-83, í uppgjör liðanna í 4. og 5. sætinu.

Garnett vill klára ferilinn hjá Boston

Það hefur verið talsvert talað um að Boston ætli sér að skipta út þeim Kevin Garnett og Paul Pierce. Danny Ainge, yfirmaður íþróttamála hjá Boston, þvertekur fyrir það.

Boston fór illa með Lakers

Boston Celtics er að pluma sig vel án Rajon Rondo og liðið vann í nótt sinn sjötta leik í röð er meiðslum hrjáð lið LA Lakers kom í heimsókn í Garðinn.

55 kíló farin hjá Grétari Inga

Þorlákshafnarbúar eru stoltir af liði sínu í körfunni, ekki síst miðherjanum Grétari Inga Erlendssyni sem var 170 kíló fyrir tæpum tveimur árum en er nú kominn í toppform. Grétar er að ná sér góðum af meiðslum en ætlar sér að hjálpa Þórsurum að reyna að endurtaka leikinn frá því í fyrravetur.

Jón Arnór og félagar úr leik í Konungsbikarnum

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza duttu út úr spænska Konungsbikarnum í körfubolta í kvöld eftir 24 stiga tap á móti Caja Laboral, 64-85, í leik liðanna í átta liða úrslitunum.

Öll úrslitin í körfunni í kvöld

Fjórir leikir fóru fram í fimmtándu umferð Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og þar unnu Grindavík, Snæfell, Keflavík og ÍR sína leiki.

Snæfell aftur á sigurbraut í Hólminum - þriðja tap KR í röð

Snæfellingar komust aftur á sigurbraut í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir unnu sex stiga sigur á KR, 110-104. Snæfell hafði tapað tveimur deildarleikjum í röð í húsinu sem og undanúrslitaleik í bikarnum. KR-ingar hafa nú þremur deildarleikjum í röð.

Fimmti sigur Keflvíkinga í röð

Keflvíkingar fögnuðu sínum fimmta sigri í röð og stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu Ísfirðinga með því að vinna níu stiga sigur á KFÍ, 111-102, í leik liðanna í Domnos-deild karla í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld.

Grindvíkingar áfram sigursælir í Ljónagryfjunni

Njarðvíkingar hafa ekki unnið Grindavík í heimaleik á Íslandsmótinu síðan í mars 2008 og það breyttist ekki í kvöld. Grindvíkinga unnu leikinn með tólf stigum, 96-84, og fögnuðu þar sem sínum sjötta sigri í röð í Ljónagryfjunni.

Herbert byrjar vel með ÍR-liðið

Herbert Svavar Arnarson byrjar vel sem þjálfari ÍR-inga en hann og Steinar Arason stýrðu botnliði ÍR til 26 stiga sigurs á Skallagrími, 96-70, í Hertz-hellinum í Seljaskóla í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR komst af botninum með þessum sigri en þar sitja nú Tindastólsmenn.

Axel nálægt tvennunni í sigri Værloese

Axel Kárason og félagar hans í Værloese BBK styrktu stöðu sína í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir fimmtán stiga sigur á botnliði Aalborg Vikings í kvöld, 88-73.

Gasol frá í sex vikur

Tímabilið hefur verið eintómt basl hjá LA Lakers. Um leið og það fer að birta til þá hefur liðið orðið fyrir áfalli. Þeirri óheppni er ekki lokið því Pau Gasol verður frá næstu sex vikurnar.

Ellefu sigrar í röð hjá Spurs

San Antonio Spurs hóf í nótt útileikjaferðalag sitt en liðið mun spila níu útileiki í röð á næstunni. Ferðalagið byrjaði með góðum sigri á Minnesota og það án Tim Duncan og Manu Ginoboli. Þetta var ellefti sigurleikur liðsins í röð.

Shannon með 147 stig á 139 mínútum - myndir

Shannon McCallum hefur heldur betur stimplað sig inn í íslenska körfuboltann síðan að hún gekk til liðs við kvennalið KR á dögunum. McCallum var aðeins tveimur stigum frá því í kvöld að brjóta 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð. KR vann þá Hauka 73-54 og svo gott sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni.

Valskonur unnu topplið Keflavíkur

Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær skelltu sér til Keflavíkur og unnu 19 stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 97-78. Þetta var aðeins annað tap Keflavíkurliðsins á deild og bikar á tímabilinu.

Herbert snýr aftur - tekur við ÍR ásamt Steinari

ÍR-ingar hafa fundið eftirmann Jóns Arnars Ingvarssonar og ráðið þjálfara fyrir lokasprettinn í Dominos-deild karla í körfubolta. ÍR-ingar hafa komist að samkomulagi við þá Steinar Arason og Herbert Arnarson um að taka við liðinu í sameiningu út tímabilið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR.

Bara tvö lið í karlakörfunni hafa ekki rekið Kana í vetur

Félagsskiptaglugginn í íslenska körfuboltanum er nú lokaður, sem þýðir að ekkert lið í Dominos-deild karla eða kvenna getur hér eftir bætt við sig eða skipt út bandarískum leikmanni til loka tímabilsins. Nokkur liðanna gerðu breytingar áður en fresturinn rann út um mánaðamótin og eftir þær eru það aðeins tvö af tólf liðum Dominos-deildar karla sem hafa ekki rekið bandarískan leikmann á tímabilinu.

Fjórir sigrar í röð hjá Norrköping - Sundsvall aftur á sigurbraut

Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins unnu sinn fjórða sigur í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið vann 91-88 útisigur á KFUM Nässjö, sama liði og vann óvæntan sigur á Sundsvall Dragons í síðustu umferð. Drekarnir komust aftur á sigurbraut með sigri á 08 Stockholm HR í kvöld.

Lakers ætlar ekki að losa sig við Howard

Það gustar um körfuboltaliðið LA Lakers þessa dagana enda hefur gengi liðsins í vetur valdið gríðarlegum vonbrigðum. Liðið ætlaði sér stóra hluti með nýjum mönnum.

LeBron í stuði í nótt | Fimm í röð hjá Knicks

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. LeBron James fór á kostum í sigri Miami Heat á Charlotte og skoraði 31 stig ásamt því að taka átta fráköst og gefa átta stoðsendingar.

Sallie stoppaði stutt á Sauðárkróki

Roburt Sallie náði aðeins að leika einn leik með Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta því stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur tekið þá ákvörðun að láta hinn nýja leikmann fara frá félaginu þrátt fyrir að það séu aðeins tvær vikur síðan að hann kom á Krókinn. Þetta kemur fram á Feykir.is.

Haminn rekinn vegna samskiptaörðugleika og virðingarleysis

Haminn Quaintance, einn besti leikmaður Dominos-deildar karla, er á heimleið en Úrvalsdeildarlið Skallagríms í körfuknattleik hefur tekið þá ákvörðun að segja upp samningi við leikmanninn og var hann ekki með liðinu í síðasta leik liðsins í Dominos-deildinni.

Heimsfriður kýldi mig

Brandon Knight, bakvörður Detroit Pistons, segir að sjálfur Heimsfriðurinn, Metta World Peace, leikmaður LA Lakers, hafi kýlt sig í leik liðanna í gær.

Logi raðaði þristunum með Zorro-grímuna

Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá Angers BC um helgina þegar liðið vann eins stigs sigur á Blois í frönsku NM1 deildinni í körfubolta. Logi skoraði 18 stig í leiknum þrátt fyrir að hafa nefbrotnað á æfingu á dögunum.

Lakers slapp með skrekkinn í Detroit

Aðeins þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í gær enda snérist gærdagurinn í bandarísku íþróttalífi um Super Bowl-leikinn. Bæði Los Angeles-liðin voru þó á ferðinni sem og meistarar Miami Heat.

McCallum með 44 stig gegn Njarðvík

Shannon McCallum heldur áfram að gera það gott með KR en hún hefur nú skorað alls 109 stig í sínum fyrstu þremur leikjum með liðinu.

NBA í nótt: Irving fór á kostum

Kyrie Irving var í aðalhlutverki þegar að Cleveland vann afar óvæntan sigur á Oklahoma City í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Jón Arnar hættur með ÍR

Jón Arnar Ingvarsson er hættur sem þjálfari liðs ÍR í Domino's-deild karla. Liðið situr á botni deildarinnar eftir fjórtán umferðir.

Axel endaði frábæran janúarmánuð á stórleik

Axel Kárason setti punktinn aftan við frábæran janúarmánuð með því að ná myndarlegri tvennu í öruggum heimasigri Værlöse á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Axel var með 18 stig og 16 fráköst í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir