Fleiri fréttir

Arnar Freyr og Ingibjörg í Keflavík

Leikstjórnendurnir og parið Arnar Freyr Jónsson og Ingibjörg Jakobsdóttir hafa gengið til liðs við Keflavík eftir hálfs árs dvöl í Danmörku.

Amoroso aftur í Snæfell

Asim McQueen lék í kvöld sinn síðasta leik fyrir karlalið Snæfells í körfubolta er liðið lagði Stjörnuna í Garðabæ. Ryan Amoroso mun fylla skarð McQueen undir körfunni.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Snæfell 88-89

Snæfell vann magnaðan sigur á Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfubolta en leiknum lauk með sigir gestanna 89-88. Sigurkarfan Snæfell kom sex sekúndum fyrir leikslok og var það Jay Threatt sem gerði hana.

Ólöf Helga glímir við taugaskemmdir í skothendinni - ferillinn í hættu

Ólöf Helga Pálsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur á síðasta tímabili og núverandi leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild kvenna hefur nánast ekkert getað spilað með Grindavíkurliðinu á þessu tímabili. Víkurfréttir segja frá því í dag að það sér óvíst hvort Ólöf Helga leiki hreinlega aftur körfubolta en hún er 27 ára gömul.

NBA í nótt: Phoenix stöðvaði Lakers

Steve Nash spilaði sinn fyrsta leik í Phoenix síðan hann fór frá liðinu til LA Lakers fyrir núverandi tímabil. Það reyndist sneypuför en Lakers tapaði, 92-86.

Stórt kvöld í körfunni

Það verða tveir stórleikir í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld þegar fjögur efstu lið deildarinnar mætast innbyrðis í 14. umferðinni. Það hefur lítið skilið á milli efstu liðanna í vetur og á dögunum voru meðal annars öll fjögur efstu liðin með jafnmörg stig. Það er því von á jöfnum leikjum í kvöld.

Landsbyggðin vann í Stjörnuleiknum

Það var stuð og spenna í Stjörnuleik Dominos-deildar kvenna í kvöld en þar þurfti að framlengja leikinn til þess að knýja fram úrslit.

Frábær sigur hjá Helenu og félögum

Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í Good Angels Kosice eru komnar áfram í Evrópudeildinni eftir flottan þriggja stiga sigur, 66-63, á Fenerbahce í kvöld.

Stjörnuleikur kvenna í Keflavík í kvöld

Stjörnuleikur kvenna í körfubolta fer fram í kvöld eftir tveggja ára hlé en leikurinn fer að þessu sinni fram í Toyota-höllinni í Keflavík eða á heimavelli toppliðs Dominos-deildar kvenna.

Barkley tók yfir veðurfréttirnar

Charles Barkley, fyrrum NBA-leikmaður, er mikið ólíkindatól. Það sannaði hann rækilega er hann tók yfir veðurfréttirnar á sjónvarpsstöð í Phoenix.

LeBron tryllist af fögnuði

LeBron James fagnaði eins og óður með áhorfenda sem setti niður skot sem tryggði honum næstum tíu milljónir króna í verðlaun.

NBA í nótt: Lakers vann Oklahoma City

LA Lakers vann einn sinn besta sigur á tímabilinu þegar að liðið hafði betur gegn Oklahoma City, 105-96, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Jón Arnór sparaður í sigri Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson var á skýrslu en kom ekkert við sögu þegar lið hans CAI Zaragoza vann 14 stiga heimasigur á CB Canarias, 81-67, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór er að stíga upp úr meiðslum og var sparaður í dag.

Boston lagði meistarana í tvíframlengdum leik

Boston Celtics sigraði meistara Miami Heat 100-98 í tvíframlengdum leik liðanna í NBA körfuboltanum í kvöld. Paul Pierce fór fyrir Celtics með þrefaldri tvennu í fjarveru Rajon Rondo sem var greindur með slitið krossband á meðan leiknum stóð.

Stjörnumenn í Höllina eftir stórsigur í Hólminum

Það verða Grindavík og Stjarnan sem mætast í bikarúrslitaleiknum í körfunni í ár en þetta kom í ljós þegar Stjörnumenn burstuðu Snæfell 92-71, í undanúrslitaleik liðanna í Poweradebikar karla í Stykkishólmi í kvöld. Grindavík hafði unnið Keflavík 84-83 í hinum undanúrslitaleiknum sem fram fór í Toyota-höllinni í Keflavík fyrr í dag.

Rajon Rondo frá út tímabilið

Rajon Rondo leikmaður Boston Celtics í NBA körfuboltanum er með slitið krossband og leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Rondo var í skoðun á sama tíma og Celtics tekur á móti Miami Heat og kom fram í útsendingun á Stöð 2 Sport að hann sé með slitið krossband.

Broussard kom Grindvíkingum í Höllina

Aaron Broussard tryggði Grindavík sæti í bikarúrslitaleiknum í Höllinni þegar hann nýtti annað af tveimur vítum sínum 5,46 sekúndum fyrir leikslok í undanúrslitaleik á móti Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í dag en Grindavík vann leikinn 84-83. Keflvíkingurinn Billy Baptist átti lokaskot leiksins en það geigaði.

NBA: Áttundi sigur San Antonio í röð

San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.

Keflavíkurkonur í Höllina í tuttugasta sinn

Það verða Keflavík og Valur sem spila til úrslita í Powerade-bikar kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni 16. febrúar næstkomandi en það kom í ljós þegar Keflavíkurkonur unnu 73-70 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í dag. Valskonur komust í úrslitaleikinn með sigri á Hamar í Hveragerði í gær.

NBA: Loksins sigur hjá Lakers - Boston tapaði niður 27 stiga forystu

Los Angeles Lakers vann loksins leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en Boston Celtics þurfti að sætta sig við sjötta tapið í röð eftir tvíframlengdan leik þrátt fyrir að vera 27 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Miami Heat vann fjórða leikinn í röð, Chicago Bulls stöðvaði sigurgöngu Golden State Warriors og Memphis fór létt með Brooklyn Nets. Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs unnu bæði sína leiki.

Pavel og Hlynur öflugir

Hlynur Bæringsson fór fyrir sínum mönnum þegar að Sundsvall Dragons vann góðan útisigur á Stockholm Eagles í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 93-83.

Helena hoppaði upp í 3. sæti yfir bestu skyttur Euroleague

Helena Sverrisdóttir hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum í gærkvöldi þegar lið hennar Good Angels Kosice vann frábæran útisigur á ítalska liðinu Famila Schio. Helena komst með því upp í þriðja sætið á listanum bestu þriggja stiga skytturnar í Euroleague.

Duncan valinn í Stjörnuleikinn í fjórtánda sinn

NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar.

NBA: Þrjú töp í röð hjá Clippers - Melo góður í Boston

Los Angeles Clippers tapaði sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá á móti Phoenix Suns. Carmelo Anthony var góður í langþráðum sigri New York Knicks í Boston og DeMar DeRozan skoraði magnaða sigurkörfu fyrir Toronto Raptors í Orlando.

Helena öflug í góðum sigri

Helena Sverrisdóttir skoraði ellefu stig þegar að Good Angels Kosice vann góðan sigur á ítalska liðinu Famila Schio í Evrópudeild kvenna í kvöld.

Pelíkanarnir með NBA-deildinni á næstu leiktíð

NBA-liðið New Orleans Hornets mun halda blaðamannafund í dag þar sem félagið mun tilkynna um nýtt nafn, nýtt merki og nýja liti sem New Orleans liðið mun nota frá og með næsta tímabili.

NBA: Golden State vann Oklahoma City - fjögur töp í röð hjá Lakers

Golden State Warriors heldur áfram að vinna flotta sigra í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann topplið Oklahoma City Thunder í nótt tveimur dögum eftir að liðið vann Los Angeles Clippers, næstbesta lið deildarinnar. Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum og LeBron James var með þrennu í sigri Miami í framlengdum leik. San Antonio Spurs vann fimmtánda heimaleikinn í röð og Brooklyn Nets er eins og nýtt lið undir stjórn P.J. Carlesimo.

Við Pálína tókum til í hausnum á mér

Magnús Þór Gunnarsson hefur sýnt á sér tvær hliðar í vetur. Hann var "ömurlegur“ eins og hann segir sjálfur í október og nóvember en tímabilið hans byrjaði að eigin sögn í fyrsta leik desembermánaðar.

Kupchak: Leikmönnum Lakers að kenna en ekki þjálfaranum

Mitch Kupchak, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, kennir leikmönnum um slæmt gengi liðsins og telur ástæðuna ekki liggja á þjálfaranum sem hann valdi yfir Phil Jackson. Lakers hefur aðeins unnið 2 af 11 leikjum sínum í janúar.

Löng taphrina endar í DHL-höllinni í kvöld

Heil umferð fer fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta en tveir leikir fara fram á höfuðborgarsvæðinu og tveir verða spilaðir á Suðurnesjunum. Þetta er 18. umferð deildarinnar en eftir hana eru tíu umferðir eftir af deildarkeppninni.

Valskonur missa tvö stig til Snæfells

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað Snæfelli 20-0 sigur í leik á móti Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta leik ársins 2013 en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Snæfell hefur þar með tíu stiga forskot og betri innbyrðisstöðu á móti Val í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

NBA: Oklahoma City vann uppgjör bestu liðanna

Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Clippers 109-97 í nótt í uppgjöri liðanna með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta en Thunder náði með því eins og hálfs leiks forskoti á Clippers í baráttunni um besta sigurhlutfallið og þar með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina.

Helena og félagar taka þátt í nýrri tveggja landa keppni

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice eiga möguleika á því að vinna glænýjan titil í vor því í fyrsta sinn fer þá fram keppni á milli bestu liða Slóvakíu og bestu liða Ungverjalands. Hún hefur fengið nafnið MEL-deildin en deildarkeppni liða frá Mið-Evrópu.

NBA: Golden State vann Clippers og Lakers tapar enn

Los Angeles liðin töpuðu bæði leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Brooklyn Nets vann New York Knicks í uppgjöri New York liðanna en þau unnu því bæði tvisvar í fjórum innbyrðisleikjum sínum á tímabilinu.

Birdman fékk tíu daga samning hjá Miami

Körfuboltamaðurinn skrautlegi, Chris Andersen, sem er oftast kallaður Birdman eða Fuglamaðurinn er genginn í raðir meistara Miami Heat. Hann skrifaði undir tíu daga samning við félagið.

Sjá næstu 50 fréttir