Fleiri fréttir

Siggi Ingimundar þjálfar ekki áfram í Keflavík

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, verður ekki áfram þjálfari meistaraflokka Keflavíkur en hann þjálfaði einnig karlaliðið síðasta vetur. Þetta staðfesti hann við karfan.is í kvöld.

Jón Halldór þjálfar Grindavík

Keflvíkingurinn Jón Halldór Eðvaldsson hefur gert tveggja ára samning við Grindavík um að stýra kvennaliði félagsins í körfubolta.

Miami og Memphis áfram

Oklahoma City og Chicago Bulls eru bæði úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir að hafa tapað rimmum sínum 4-1.

Oddur og Oddur sömdu við Val

Nýliðar Vals hafa styrkt sig með tveimur leikmönnum fyrir komandi tímabil í Dominos-deild karla í körfubolta en það eru þeir Oddur Birnir Pétursson og Oddur Ólafsson. Þetta kom fyrst fram á karfan.is í kvöld.

San Antonio náði forystunni á ný

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. San Antonio og Indiana unnu þá sigra á heimavelli.

Skoraði í eigin körfu | Myndband

Chicago Bulls lenti í alls kyns vandræðum gegn Miami Heat í nótt en vandræðalegasta "skot“ kvöldsins átti bakvörðurinn Marquis Teague.

Miami og Memphis komin í 3-1

Miami og Memphis unnu bæði lykilleiki í rimmum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

Fékk rúmlega fjögurra milljóna króna sekt

Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls, var ekki sáttur við dómgæsluna í fyrstu þremur leikjunum í einvígi hans manna og Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta og lét nokkur vafasöm orð fjalla á blaðamannafundi eftir síðasta leik. Miami vann þá 104-94 í Chicago og komst í 2-1 í einvíginu.

Þrjú silfur og fjögur í úrvalsliðum NM unglinga í körfu

Íslensku unglingalandsliðin í körfubolta unnu til þrennra silfurverðlaun á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem lauk í Stokkhólmi í dag. Bæði 18 ára liðin sem og 16 ára lið karla urðu í 2. sæti á mótinu en 16 ára stelpurnar urðu að sætta sig við 4. sætið.

Jón Arnór með 9 stig í sannfærandi útisigri

Jón Arnór Stefánsson skoraði 9 stig þegar CAI Zaragoza vann 23 stiga útisigur á Mad-Croc Fuenlabrada í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Sigurinn kemur Zaragoza-liðinu upp í fimmta sæti deildarinnar.

Durant brást bogalistin

Memphis Grizzlies tók 2-1 forystu gegn Oklahoma City Thunder með 87-81 sigri í Memphis í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í nótt.

Heat og Spurs á sigurbraut

Meistarar Miami Heat eru komnir með 2-1 forskot í rimmunni gegn Chicago Bulls en liðið vann sannfærandi tíu stiga sigur í nótt.

Pettinella átti drykkinn

Körfuknattleikskappinn Ómar Örn Sævarsson hjá Grindavík var í gær dæmdur í sex mánaða keppnisbann en hann féll á lyfjaprófi. Ómar segist aðeins hafa drukkið tvo sopa af orkudrykk sem liðsfélagi hans átti. Ómar staðfestir að það hafi verið Ryan Pettinella

Puttinn pirraði Noah

Ein vinsælasta myndin á internetinu í dag er mynd af sturlaðri konu í Miami sem er með miðfingurinn beint fyrir framan andlit Joakim Noah, leikmanns Chicago Bulls.

Gerði sig að fífli

Stuðningsmaður Miami Heat vaknaði vafalítið við vondan draum í morgun þegar hún kynnti sér umfjöllunarefni íþróttamiðla vestanhafs.

Loks sigur eftir 30 töp í röð

Klay Thompson skoraði 34 stig fyrir Golden State Warriors sem lagði San Antonio Spurs 100-91 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í nótt.

Þrír sigrar og eitt tap á eistneskum degi

Íslensku unglingalandsliðin í körfubolta unnu þrjá af fjórum leikjum sínum á fyrsta degi Opna Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem fer fram í Stokkhólmi eins og undanfarin ár. Ísland mætti Eistlandi í leikjum sínum í dag. Bæði 16 ára og 18 ára strákarnir unnu sína leiki sem og 16 ára stelpurnar en 18 ára stelpurnar urðu að sætta sig við tap.

George Karl valinn þjálfari ársins í NBA

George Karl, þjálfari Denver Nuggets, var í kvöld valinn besti þjálfari tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en undir hans stjórn náði Denver sínum besta árangri í sögunni án þess að vera með alvöru stjörnuleikmann innan sinna raða.

Jackson vill ekki fara aftur út í þjálfun

Það verður ekkert af því að hinn goðsagnakenndi körfuboltaþjálfari, Phil Jackson, taki við Brooklyn Nets. Jackson hefur ekki áhuga á því að að þjálfa á nýjan leik.

Rodman biður Kim Jong Un um að sleppa fanga

Heimsókn körfuboltakappans litríka, Dennis Rodman, til Norður-Kóreu á dögunum vakti heimsathygli. Þar náði Rodman vel saman við hinn umdeilda leiðtoga landsins, Kim Jong Un.

Óvænt hjá Memphis í Oklahoma

Mike Conley var í banastuði þegar Memphis Grizzlies sótti sigur til Oklahoma og jafnaði metin í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildar í NBA í nótt.

Finnur fær fimm ára samning hjá KR

Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs KR en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild KR sem karfan.is fékk senda í dag.

Nets vill klófesta Jackson

ESPN hefur heimildir fyrir því að Brooklyn Nets sé nú á eftir Phil Jackson og vilji fá hann sem þjálfara næsta vetur.

Chicago lagði meistarana í Miami

Nate Robinson skoraði 27 stig og fór fyrir liði Chicago sem vann óvæntan 93-86 sigur á Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildar NBA í nótt.

Snorri til Njarðvíkur

Snorri Hrafnkelsson er genginn til liðs við meistaraflokk karla hjá Njarðvík. Miðherjinn samdi við Njarðvík til tveggja ára.

Durant enn einu sinni hetja Oklahoma

Oklahoma City Thunder tók forystuna gegn Memphis Grizzlies í undanúrslitum Austurdeildar NBA í gærkvöldi með 93-91 sigri á heimavelli í gær.

Pálína komst í úrvalshóp

Keflvíkingurinn Pálína Gunnlaugsdóttir kórónaði frábært tímabil með því að vinna annað árið í röð tvöfalt á lokahófi KKÍ.

Justin sá fyrsti í 26 ár til að vinna tvö ár í röð

Stjörnumaðurinn Justin Shouse var annað árið í röð valinn besti leikmaðurinn í íslenska körfuboltanum á lokahófi KKÍ um helgina og er hann fyrsti maðurinn í 26 ár til að vinna þessi eftirsóttu verðlaun tvö ár í röð.

James einu atkvæði frá því að fá fullt hús

LeBron James fékk 120 af 121 mögulegu atkvæði í fyrsta sætið í kjörinu á mikilvægasta leikmanni NBA-deildarinnar á þessu tímabili en valið var tilkynnt formlega í kvöld. James átti möguleika að vera sá fyrsti sem vinnur þessi eftirsóttu verðlaun með fullu húsi stiga.

Meiðslum hrjáð Bulls sló út Nets

Þrátt fyrir mikil meiðslavandræði sigraði Chicago Bulls Brooklyn Nets á útivelli í oddaleik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA körfuboltans í nótt 99-93. Joakim Noah fór á kostum í leiknum.

Justin og Pálína valin best annað árið í röð

Justin Shouse, leikmaður bikarmeistara Stjörnunnar og Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur, voru í kvöld valin leikmenn ársins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í Laugardalshöllinni.

Lykilmaður Bulls verður ekki með í oddaleiknum í kvöld

Brooklyn Nets og Chicago Bulls mætast í kvöld í Brooklyn í hreinum úrslitaleik um sæti í 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Chicago Bulls komst í 3-1 í einvíginu en Nets-liðið hefur unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í 3-3.

Englarnir unnu annan titilinn á fjórum dögum

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Good Angels Kosice enduðu tímabilið með því að vinna enn einn titilinn því liðið tryggði sér í kvöld sigur í slóvakísku-ungversku deildinni sem var sett á laggirnar í fyrsta sinn í vetur.

Jón Arnór hafði betur gegn Hauki

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza áttu ekki í miklum vandræðum með botnlið La Bruixa d'Or í Íslendingaslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. CAI Zaragoza vann leikinn með 27 stiga mun 89-62.

LeBron James bestur í NBA í fjórða sinn

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að LeBron James, leikmaður Miami Heat, hafi verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á þessu tímabili og nú er eina spennan hvort að hann hafi fengið fullt hús eða ekki.

NBA: New York, Indiana, OKC og Memphis komin áfram

Fjögur lið tryggðu sér sæti í 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með því að vinna sigur í sjötta leik einvíga sinna og koma þar með í veg fyrir að það yrði oddaleikur á sunnudaginn. New York Knicks, Indiana Pacers, Oklahoma City Thunder og Memphis Grizzlies unnu öll einvígi sín 4-2 og eru komin áfram.

Gefur gamla skólanum sínum eina milljón dollara

Sama hvað mönnum finnst um LeBron James, stjörnu Miami Heat, þá verður ekki af honum tekið að hann er duglegur að gefa af sér. Sérstaklega hefur hann verið duglegur að styðja við heimabæ sinn, Akron í Ohio.

Óttast ekki að fara úr fötunum með samkynhneigðum

NBA-goðsögnin Karl Malone, fyrrum leikmaður Jazz og Lakers, hrósar Jason Collins í hástert í dag. Collins er fyrsti virki leikmaðurinn í einum af stóru íþróttunum í Bandaríkjunum sem kemur út úr skápnum.

Sjá næstu 50 fréttir