Fleiri fréttir

Páll Axel skoraði fimm þrista á fyrstu fimm mínútunum

Páll Axel Vilbergsson átti einu ótrúlegustu byrjun í manna minnum í úrvalsdeild karla á Íslandi þegar Skallagrímur heimsótti KFÍ á Ísafjörð í Dóminos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn stendur nú yfir og er hægt að fylgjast með honum hér á Vísi.

Dramatískur sigur KFÍ - Joshua Brown með 49 stig

KFÍ vann dramatískan og gríðarlega mikilvægan eins stigs sigur á Skallagrími, 83-82, í kvöld í 15. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en með honum náðu Ísfirðingar Borgnesingum að stigum í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni.

Diamber Johnson fór ekki langt - samdi við Keflavík

Diamber Johnson var ekki lengi að finna sér nýtt lið í Dominos-deild kvenna eftir að hún var látin fara frá Hamar í vikunni. Á umboðssíðu leikmannsins kemur fram að hún hafi samið við Íslandsmeistaralið Keflavíkur.

Fimm NBA-leikmenn taka þátt í sínum fyrsta Stjörnuleik

Í nótt varð ljóst hvaða leikmenn taka þátt í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í ár en áður var búið að gefa út hvaða leikmenn aðdáendur kusu inn í byrjunarliðin fyrir leikinn sem fer fram í New Orleans 16. febrúar næstkomandi.

Friðrik Ingi hættur hjá KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að Friðrik Ingi Rúnarsson muni láta af störfum sem framkvæmdarstjóri sambandsins um mánaðamótin.

NBA í nótt: Indiana missteig sig

Indiana Pacers, efsta lið austurdeildarinnar, tapaði í nótt aðeins sínum öðrum leik á heimavelli í NBA-deildinni þetta tímabilið.

Durant-dagar í NBA-deildinni

Kevin Durant hefur skorað 30 stig eða meira í síðustu tólf leikjum og er aðeins sá þriðji sem nær því í NBA-deildinni undanfarna þrjá áratugi. Eftir einhliða uppgjör tveggja bestu körfuboltamanna heims stefnir allt í það að LeBron James þurfi að láta honu

ÍR-ingar unnu Íslandsmeistara Grindavíkur

ÍR-ingar eru eins og nýtt lið með Nigel Moore innanborðs og þeir sýndu það í kvöld með því að vinna tveggja stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 96-94, en Grindavíkurliðið kom á mikilli siglingu í leikinn.

KR-konur fóru illa með Keflavík - úrslitin í kvennakörfunni

Snæfell, KR, Hamar og Grindavík fögnuðu öll sigri í kvöld þegar heil umferð fór í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Snæfell náði átta stiga forskoti á toppnum þar sem að liðin sem voru jöfn í 2. til 3. sæti töpuðu bæði leikjum sínum en það er hinsvegar komin meiri spenna í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Snæfellskonur með deildarmeistaratitilinn í augsýn

Snæfell er komið með átta stiga forskot á toppi Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir öruggan fimmtán stiga sigur á Haukum í kvöld, 79-64, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Haukar og Keflavík voru jöfn í 2. til 3. sæti fyrir leiki kvöldsins en töpuðu bæði í kvöld og Snæfellskonur eru því með deildarmeistaratitilinn í augsýn.

Fyrsta tap ársins hjá Hlyni og Jakobi

Fimm leikja sigurganga Drekanna frá Sundsvall endaði í Jämtland í kvöld þegar Íslendingaliðið Sundsvall Dragons tapaði 63-71 á móti heimamönnum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Crystal aftur í Grindavík

Grindavík hefur fengið Crystal Smith aftur til liðs við félagið og mun þessi öflugi bakvörður klára tímabilið með liðinu í Domino's-deild kvenna.

Jón Arnór með fimmtán stig á átján mínútum

Jón Arnór Stefánsson lék vel með spænska liðinu CAI Zaragoza í kvöld þegar liðið tapaði með tólf stigum á móti litháenska liðinu Lietuvos Rytas Vilnius, 75-87, í Eurocup-bikarnum.

Millsap og Durant bestu leikmenn vikunnar í NBA

Paul Millsap hjá Atlanta Hawks og Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder voru kosnir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta en þarna voru forráðamenn NBA-deildarinnar að verðlauna menn fyrir vikuna 20. til 26. janúar.

Hamar sendir þriðja stigahæsta leikmann deildarinnar heim

Hamar hefur nú bæst í hóp þeirra liða í Dominso-deild kvenna í körfubolta sem hefur skipt um erlendan leikmann en karfan.is segir frá því að Hvergerðingar hafa sent Di´Amber Johnson heim og í stað hennar mun hin bandaríska Chelsie Schweers klára tímabilið með Hamarsliðinu.

Baráttan um Reykjanesbæ verður baráttan um Brooklyn

Elvar Már Friðriksson og Gunnar Ólafsson eru þrátt fyrir ungan aldur í stórum hlutverkum hjá Keflavík og Njarðvík í karlakörfunni. Þeir voru báðir í aðalhlutverkum þegar Reykjanesbæjarliðin mættust í Dominos-deildinni fyrr í vetur.

Durant í góðum félagskap | Myndband

Kevin Durant varð í nótt sjötti leikmaðurinn frá árinu 1990 sem nær að skora 30 stig eða meira í tíu leikjum í röð. Durant gerði gott betur en það í nótt þegar hann lauk leik með þrefaldri tvennu þegar Oklahoma City Thunder skellti Philadelphia 76ers 103-91.

KR-ingar láta Leake fara

Vesturbæjarliðið samdi við Leake í kringum áramótin en hafa nú mánuði síðar ákveðið að slíta samstarfinu. Þeir svörtu og hvítu eru í leit að stærri manni í baráttuna undir körfunni.

Snæfellingur vann þriggja stiga keppnina

Chynna Unique Brown, leikmaður Snæfells í Stykkishólmi, hafði sigur í þriggja stiga keppninni á Stjörnuleikshátíð KKÍ sem stendur yfir að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Enn eitt tapið hjá Valladolid

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði fjögur stig þegar að lið hans, CB Valladolid, mátti þola 29 stiga tap fyrir Gran Canaria í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir