Fleiri fréttir

Páll Axel bætti metið

Páll Axel Vilbergsson hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur frá upphafi í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Stórleikur Helenu ekki nóg | Miskolc úr leik

Ungverska liðið Aluinvent Miskolc tapaði fyrir Istanbul Universitesi í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum EuroCup kvenna í dag og er úr leik. Helena Sverrisdóttir átti þó stórleik fyrir Miskolc.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 99-93 | Pavel með risaleik

Pavel Ermolinskij og Martin Hermannsson fóru á kostum þegar KR vann góðan sigur á baráttuglöðu liði Snæfells 99-93 í Dominos'deild karla í körfuknattleik í kvöld. Þótt sex sæti skilji liðin að í deildinni var leikurinn spennandi lengst af.

NBA: San Antonio náði ekki að stoppa hinn sjóðheita Durant

Kevin Durant braut 30 stiga múrinn í níunda leiknum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Oklahoma City Thunder vann sex stiga útisigur á San Antonio Spurs. Phoenix Suns vann topplið Indiana Pacers, Boston Celtics vann dramatískan sigur og New York Knicks liðið tapar og tapar.

Næ vonandi að setja niður tvo þrista á næstu fimm árum

Páll Axel Vilbergsson getur í kvöld orðið sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildar karla. Hann vantar einn þrist til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem er búinn að vera í efsta sæti listans í marga áratugi.

Snæfell og KR eiga flesta leikmenn í Stjörnuleik kvenna

Andy Johnston og Ingi Þór Steinþórsson hafa valið Stjörnuliðin sem mætast í Stjörnuleik kvenna í körfubolta en leikurinn verður í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn. Val þeirra kemur fram á heimasíðu KKÍ.

NBA: Durant er ekkert að kólna - skoraði 46 stig í nótt

Kevin Durant er heitasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta þessa dagana en þessi frábæri leikmaður skoraði 46 stig í sigri Oklahoma City Thunder í nótt. Hann hefur nú skorað yfir 30 stigin í átta leikjum í röð í fyrsta sinn á ferlinum.

Stórsigur Jóns Arnórs og félaga

Jón Arnór Stefánsson spilaði í rúmar tíu mínútur þegar að lið hans, CAI Zaragoza, vann sannfærandi sigur á Lietuvos Rytas Vilnius, 94-60, í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld.

Flautukarfa Gibson tryggði sigur á Lakers

Þótt innan við sekúnda væri eftir á klukkunni tókst Chicaco Bulls að taka innkast og skora sigurkörfuna gegn Los Langeles Lakers í NBA-deildinni í nótt.

Góð byrjun Hauka dugði ekki

Þór er komið áfram í undanúrslit Powerade-bikarkeppni karla eftir sigur á Haukum, 73-68, í Þorlákshöfn í kvöld.

Tvöfaldur íslenskur bikarsigur í Danaveldi

Kanínurnar hans Arnars Guðjónssonar í Svendborg og SISU, sem Hrannar Hólm þjálfar, urðu bikarmeistarar í körfubolta á mikilli bikarhelgi í Horsens í Danmörku í gær.

Frábær lokakafli hjá Stólunum kom þeim í undanúrslitin

1. deildarlið Tindastóls komst í kvöld í undanúrslit Poweradebikars karla í körfubolta eftir fimm stiga útisigur á Fjölni, 76-71. Stólarnir hafa þar með ekki tapað leik í vetur en þeir hafa unnið alla tíu leiki sína í 1. deildinni.

Helena stigahæst í útisigri

Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig og var stigahæst hjá ungverska liði sínu Aluinvent DVTK Miskolc í 94-63 útisigri á Rucon Spisska Nova Ves í Mið-Evrópu deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Mark Cuban sektaður enn á ný

Hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks, Mark Cuban var í gær sektaður um 100.000$ eða rúmlega 11,5 milljónir íslenskra króna fyrir hegðun sína eftir tap gegn Los Angeles Clippers. Cuban hellti sér yfir dómara leiksins í lok leiksins eftir að Dallas glutraði niður sautján stiga forskoti í fjórða leikhluta.

Hildur með þrefalda tvennu þegar Snæfell komst í undanúrslit

Snæfellskonur eru komnar í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir fjórtán stiga sigur á Val, 86-72, í Vodfone-höllinni í gær. KR hafði áður komist í undanúrslitin en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í kvöld og á morgun.

NBA: Auðvelt hjá Portland og Chicago

Portland Trailblazers átti ekki í erfiðleikum með Dallas Mavericks í nótt. Leikmenn Trailblazers náðu mest 38 stiga forskoti í þriðja leikhluta og hvíldu lykilleikmenn liðsins í upphafi fjórða leikhluta.

Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt

Hildur Sigurðardóttir hefur spilað frábærlega með toppliði Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur og komst í vikunni í fámennan hóp kvenna sem hafa skorað yfir 4.000 stig í efstu deild. Hildur tók líka toppsæti af Jóni Arnari Ingvarssyni en engn hefur nú gefið fleiri stoðsendingar í efstu deild á Íslandi.

KR-konur fyrstar inn í undanúrslitin

KR er komið áfram í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir tólf stiga sigur á Grindavík, 73-61, í Röstinni í kvöld. Vesturbæjarliðið komst síðast svona langt í bikarnum árið 2011.

NBA í nótt: Brooklyn Nets vann í London

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í gær og í nótt en einn þeirra fór fram í London. Ákveðin hefð hefur myndast í NBA-deildinni að leika nokkra leiki í borginni á hverju ári.

Helena klikkaði á öllum þrettán skotunum sínum

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í ungverska liðinu Aluinvent Miskolc eru svo gott sem úr leik í EuroCup kvenna eftir 32 stiga tap í fyrri leiknum á móti tyrkneska liðinu Istanbul Universitesi, 55-87, í sextán liða úrslitum keppninnar.

Páll Axel og Smith sjóðheitir í Stykkishólmi

Páll Axel Vilbergsson og Benjamin Curtis Smith fóru á kostum í fjórtán stiga sigri Skallagríms á Snæfelli, 98-84, í Stykkishólmi í kvöld í 13. umferð Domnios-deildar karla í körfubolta.

KR-ingar í miklum vandræðum í Seljaskóla

KR-ingar byrja nýja árið ekki eins vel í karlakörfunni og þeir enduðu það gamla. KR-liðið vann ellefu fyrstu deildarleiki tímabilsins en tapaði fyrsta leik nýja ársins á heimavelli á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014 og lenti síðan í miklu basli með ÍR-inga í Seljaskólanum í kvöld.

Njarðvík og Grindavík fóru illa með nýliðana

Njarðvík og Grindavík áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna nýliða Vals og Hauka í 13. umferð Domnios-deildar karla í körfubolta í kvöld. Njarðvík vann Val með 37 stigum í Ljónagryfjunni og Grindavík vann óvæntan stórsigur á Haukum í Röstinni í Grindavík.

Jón Arnór kominn aftur til baka - spilaði með CAI í kvöld

Jón Arnór Stefánsson er kominn af stað á ný en hann lék með CAI Zaragoza í Evrópuleik í Tyrklandi í kvöld. Endurkoma Jóns Arnór dugði þó ekki spænska liðinu til sigurs en það er mikið fagnaðarefni að sjá okkar mann aftur á vellinum.

Stórir sigrar hjá Haukum og Val - úrslit kvöldsins í kvennakörfunni

Haukar og Valur unnu bæði stóra sigra í 18. umferð Domnios-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur sóttu tvo stig til KR í DHL-höllinni í enn einum stórsigri Hafnarfjarðarliðsins á árinu 2014 og Valskonur unnu 33 stiga sigur á Grindavík á Hlíðarenda.

Hálfleiksræða Andy fór vel í Keflavíkurstelpurnar

Keflavíkurkonur sóttu tvö stig í Hveragerði í kvöld þegar liðið vann fjögurra stiga sigur á heimastúlkum í Hamar, 75-71. Keflavíkurliðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 20-8.

Snæfellskonur á svaka siglingu í kvennakörfunni

Snæfellsliðið er á svaka siglingu í Domnios-deild kvenna í körfubolta en liðið fór í Ljónagryfjuna í kvöld og vann 35 stiga sigur á heimastúlkum í Njarðvík, 94-59. Þetta er sjötti deildarsigur Snæfells í röð og alla hefur liðið unnið með þrettán stigum eða meira.

Hamfarir LA Lakers halda áfram

Indiana Pacers heldur áfram á sigurbraut en liðið bar sigur úr býtum gegn Sacramento Kings, 115-92, í NBA-deildinni í nótt.

Elvar Már og Lele Hardy fengu flest atkvæði

Byrjunarliðin í Stjörnuleikjum Körfuknattleikssambands Íslands eru nú klár en KKÍ og einfalt.is stóðu fyrir netkosningu í desember á byrjunarliðum karla og kvenna fyrir Stjörnuleikina 2014. Niðurstöður kosningarinnar eru birtar inn á heimasíðu KKÍ.

Sjá næstu 50 fréttir