Fleiri fréttir

Blatt: Þurfum meira af ást í Cleveland

David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur ekki eins miklar áhyggjur af sóknarleik liðsins og framherjinn Kevin Love sem var frekar pirraður eftir tapið á móti San Antonio Spurs í vikunni.

Jón Arnór aftur með og Unicaja komst aftur á sigurbraut

Jón Arnór Stefánsson spilaði sinn fyrsta leik síðan í lok október í kvöld þegar lið hans Unicaja Malaga vann öruggan sigur á króatíska liðinu Cedevita Zagreb í Euroleague, Meistaradeild Evrópu í körfuboltanum.

Þórsarar hoppuðu upp um fimm sæti í töflunni

Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir alla leið upp í 3. sæti Dominos-deildar karla í körfubolta eftir tíu stiga sigur á Skallagrími, 100-90, í 7. umferð deildarinnar í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld.

Haukur Helgi og félagar töpuðu í framlengingu

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í LF Basket töpuðu í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld eftir æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu.

Keppnistreyja LeBron fór á 6,2 milljónir

Heimkoma LeBron James til Cleveland í haust var mikill fjölmiðlamatur í Bandaríkjunum og keppnistreyjan sem kappinn klæddist í fyrsta deildarleiknum með Cavaliers kostaði skildinginn.

Komast Þórsarar í átta stiga hópinn í kvöld?

Þórsarar úr Þorlákshöfn taka á móti Skallagrími í kvöld í eina leik Dominos-deildar karla í körfubolta og Þórsarar geta hoppað upp um mörg sæti með sigri. Leikurinn fer fram í Icelandic Glacial höllinni og hefst klukkan 19.15.

Þessir skoruðu stigin í körfuboltaleikjum kvöldsins

Njarðvík, Tindastóll, Stjarnan og ÍR unnu öll leiki sína í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í kvöld en ÍR-ingar snéru nánast töpuðum leik í sigur með magnaðri frammistöðu í lokaleikhlutanum.

Sigurður Gunnar í Víkingaham í sigri Solna

Íslenski landsliðsmiðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson lék mjög vel með Solna Viking í kvöld þegar liðið vann átta stiga heimasigur á sterku liði Uppsala, 82-74, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Jón Arnór á undan áætlun og gæti spilað annað kvöld

Jón Arnór Stefánsson, íslenski landsliðsmaðurinn hjá spænska stórliðinu Unicaja Malaga, er möguleika á leið aftur inn á körfuboltavöllinn annað kvöld þegar liðið mætir króatíska liðinu Cedevita Zagreb í Euroleague. Þetta kemur fram á karfan.is.

Fastar í snjó í 30 tíma

Það fór betur en á horfðist þegar bandarískt kvennalið í körfubolta var að reyna að komast heim eftir keppnisferð.

Keflavíkurkonur gefa ekkert eftir

Keflavíkurkonur eru komnar á mikið skrið í kvennakörfunni en þær fögnuðu sínum sjötta sigri í röð í Smáranum í kvöld þegar Keflavík vann átta stiga sigur á heimastúlkum í Breiðabliki, 76-68.

Langþráður sigur hjá Grindavíkurkonum

Grindavík vann öruggan en jafnframt langþráðan stiga sigur á kanalausu Hamarsliði í Hvergerði í kvöld, 73-49, í áttundu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta.

Axel og félagar í miklu stuði í kvöld

Axel Kárason og félagar hans í Værlöse enduðu fjögurra leikja taphrinu í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið vann 31 stigs stórsigur á Aalborg Vikings, 93-62.

Jakob og Hlynur með mikilvægar körfur í spennuleik

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann eins stigs sigur á Jämtland Basket, 99-98, eftir framlengdan leik í 11. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Helena: Þetta eru frábærar fréttir

"Mér finnst frábært að við séum að taka þátt aftur,“ segir Helena Sverrisdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins um það að íslenska kvennalandsliðið í körfubolta sé á leiðinni í Evrópukeppnina næsta haust.

LeBron og Lillard valdir bestir í vikunni í NBA | Myndbönd

LeBron James, framherji Cleveland Cavaliers, og Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron var valinn bestur í Austurdeildinni en Lillard var valinn bestur í Vesturdeildinni.

Fyrsta tapið á heimavelli hjá lærisveinum Craig

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta og þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Svendborg Rabbits, þurfti að horfa upp á sína menn tapa fyrsta heimaleik tímabilsins í kvöld.

Axel gerði sitt en það var ekki nóg

Axel Kárason skoraði sextán stig fyrir Værlöse í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en það dugði þó ekki á Úlfahjörðinni frá Kaupmannahöfn.

Sjá næstu 50 fréttir