Fleiri fréttir

Durant tók óvænt upp hanskann fyrir dómarana

Kevin Durant ætti að öllu eðlilegu að vera mjög fúll að hafa ekki fengið villu á lokasekúndum stórleiks Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers á jóladag. Hann hefði getað tryggt sínu liði sigurinn ef hann hefði náð góðu skoti.

Phil Jackson og Jeanie Buss hætt saman

Hinn goðsagnakenndi körfuboltaþjálfari, Phil Jackson sem er nú forseti NY Knicks, tilkynnti á Twitter í gær að sambandi hans og Jeanie Buss væri lokið.

Það er steravandamál í NBA-deildinni

George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni.

Enn einn glansleikurinn hjá Martin

Martin Hermannsson átti enn einn stjörnuleikinn þegar Charleville-Mézières bar sigurorð af Lille, 70-76, í frönsku B-deildinni í körfubolta í kvöld.

Cleveland tapaði án James

Detroit Pistons batt enda á fimm leikja taphrinu sína í nótt er liðið vann óvæntan sigur á NBA-meisturum Cleveland Cavaliers.

Lakers hafði betur í grannaslagnum

Fimm leikir voru á dagskrá NBA-körfuboltans í gær, jóladag, og í nótt, en Cleveland Cavaliers vann Golden State Warriors í spennuþrungnum leik og Boston vann New York.

Stórleikur Durant dugði Golden State ekki til

Cleveland Cavaliers hafði betur gegn Golden State Warriors á heimavelli í NBA-deildinni í kvöld en þetta var í fyrsta skiptið sem liðin mættust síðan þau mættust í úrslitum NBA-deildarinnar í vor.

LeBron kom bankandi með milljón dollara | Myndband

Einn frægasti körfuboltamaður heims bankaði óvænt uppá og færði fjölskyldu í Ohio 1,3 milljón dollara vinningsfé sitt eftir að hafa unnið í leikjaþætti í bandarísku sjónvarpi.

Sá stærsti í Domino´s deildinni þarf að ráða umboðsmann

Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni.

NBA: Leikmenn Golden State breyttu ljótri byrjun í fallegan sigur | Myndbönd

Golden State Warriors og Miami Heat unnu bæði leiki sína í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að lenda mikið undir. Boston Celtics vann sinn fjórða leik í röð og New York Knicks er komið í gang á ný eftir taphrinu. Los Angeles Clippers stöðvaði fimm leikja sigurgöngu San Antonio Spurs.

Gleymdu þeir alveg skotinu hans Kareem Abdul-Jabbar? | Myndband

Fyrir þá sem héldu að sveifluskotið hans Kareem Abdul-Jabbar, svokallað "skyhook" sé frægasta skot í sögu NBA-deildarinnar eru að villugötum samkvæmt nýrri samantekt Sports Center á ESPN í tilefni af því að treyja Tim Duncan fór upp í rjáfur.

Fúlasti 55 stiga maður NBA-sögunnar

NBA-leikmaðurinn DeMarcus Cousins er duglegri en flestir að koma sér í vandræði og það var engin undantekning á því í nótt þótt að kappinn hafi skorað 55 stig í sigri Sacramento King á Portland Trail Blazers.

Sjá næstu 50 fréttir