Fleiri fréttir

Alonso stefnir á sigur í lokamótunum

Spánverjinn Fernanado Alonso er bjartsýnni á tititlmöguleika sína eftir að hafa unnið á heimavelli Ferrari á sunnudaginn. Hann komst fyrstur í mark í Monza kappakstrinum og færðist úr fimmta sæti í það þriðja í stigamóti ökmanna á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton

Eitt besta Formúlu 1 tímabil frá upphafi

Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren telur að keppnistímabilið í Formúlu 1 sem nú stendur yfir sé það besta frá árinu 1950, þegar fyrst var keppt í íþróttinni á Silverstone í Bretlandi.

Nick Heidfeld ráðinn í stað Pedro de la Rosa hjá Sauber

Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag.

Hamilton harður við sjálfan sig

Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn.

Vettel: Ekki ástæða til að örvænta

Sebastian Vettel var ekki í sem bestum málum í upphafi Formúlu 1 mótsins á Monza í gær. Hann var sjötti á ráslínu, en vann sig upp í fjórða sæti með vel útfærðri og mjög óvenjulegri keppnisáætlun.

Hamilton: Mistök mín gætu kostað mig titilinn

Bretinn Lewis Hamilton gerði afdrifarík mistök í hita leiksíns á Monza brautinni í dag þegar hann ók óvart á Felipe Massa. Hann var efstur að stigum fyrir mótið, en er nú í öðru sæti á eftir Mark Webber þegar fimm mót eru eftir.

Ferrari komið í alvöru titilslag á ný

Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari telur að lið sitt sé nú komið fyrir alvöru í baráttu um meistaratitlanna í Formúlu 1 eftir að liðið náði fyrsta og þriðja sæti á heimavelli liðsins á Monza brautinni á Ítalíu.

Alonso: Sérstök tilfinning að vinna á Monza

Fernando Alonso var hylltur af heimamönnum á Monza brautinni á Ítalíu í dag þegar Ferrrari vann 18 sigurinn á brautinni, sem er met hjá bílasmið á einni og sömu brautinni. Alonso líkti sigrinum við sigur sem hann vann í heimalandi sínu árið 2006 á Barcelona brautinni.

Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn

Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren.

Titilslagur á Monza í dag

Formúlu 1 mótið á Monza fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30.

Alonso: Þolgæði mikilvægri en sigur

Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari.

Ferrari fremst á ráslínu á heimavelli

Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma í tímatökum á Monza brautinni á Ítalíu í dag og varð á undan Jenson Button á McLaren. Felipe Massa varð þriðji á Ferrari og ítalska liðið er því í góðri stöðu fyrir kappaksturinn á morgun.

Hamilton rétt á undan á Vettel

Titilslagurinn í Formúlu 1 verður í algleymingi í dag, þegar ökumenn takast á í tímatökum á Monza brautinni á Ítalíu. Keppendur óku á lokaæfingu keppnisliða í morgun og náði Lewis Hamiltonm á McLaren besta tíma, en varð aðeins 47/1000 á undan Sebastian Vettel á Red Bull.

Button rétt á undan Vettel á Monza

Heimsmeistarainn Jenson Button á McLaren Mercedes var fljótastur allra á fyrstu æfingu keppnisliða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Hann varð á undan Sebastian Vettel, en Lewis Hamilton varð þriðj

Alonso má ekki við vandræðum

Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum.

Button vill skýra mynd á reglurnar

Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að FIA verði að endurskoða reglur um liðsskipanir hratt og örugglega, eftir að hafa birt lokaniðurstöðuna um brot Ferrari í þýska kappakstrinum á dögunum. Ferrari var dæmt í fjársekt, en slapp við frekari refsingu.

Lengsta Formúlu 1 tímabil sögunnar 2011

FIA samþykkti í dag 20 móta dagskrá í Formúlu 1 á næsta ári samkvæmt frétt á autosport.com. Hefst tímabilið í Bahrain 13. mars, en lýkur 27. nóvember í Brasilíu. Eitt nýtt mótssvæði verður tekið í notkun í Indlandi, en FIA á enn eftir að skoða og samþykkja brautina sem er í smíðum.

Hill vonar að Ferrari fái væga refsingu

Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum.

Dæmt í máli Ferrari á miðvikudag

Íþróttaráð FIA tekur fyrir mál Ferrari frá því í þýska kappakstrinum, en dómarar dæmdu liðið brotlegt fyrir að hagræða úrslitum með liðsskipun.

Kobayashi áfram hjá Sauber 2011

Japaninn Kamui Kobayashi verður áfram hjá Sauber liðinu 2011, en kappinn verður 24 ára gamall 13. september. Besti árangur hans er sjötta sæti á Silverstone brautinni í Bretlandi í sumar.

Massa: Álag á Ferrari á heimavelli

Felipe Massa telur að heimavöllur Ferrari verði vettvangur meira álags fyrir liðið en önnur mótssvæði, en áhangendur liðsins fylla hvern krók og kima. Keppt verður á brautinni um næstu helgi.

Vettel: Ýmist talinn frábær eða bjáni

Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport.

Button: Ég get enn orðið meistari

Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitli, þó hann hafi verið keyrður út úr síðustu keppni af Sebastian Vettel, í misheppnuðum framúrakstri. Hvorugur þeirra fékk stig úr mótinu, en Lewis Hamilton og Mark Webber bættu báðir við sig í stigakeppninni.

Hamilton vill sögulega sigra

Bretinn Lewis Hamilton sem vann belgíska kappaksturinn um síðustu helgi ætlar að bæta rós í hnappagatið um aðra helgi, þar sem keppt verður á Monza á Ítalíu. Mótið er eitt fjögurra sem telst sögulegt, ásamt Silverstone, Spa og Mónakó sem hann hefur unnið nú þegar.

Sjá næstu 50 fréttir