Fleiri fréttir

Kovalainen og kærasta þurfa að hvílast eftir óhapp

Finninn Heikki Kovalainen og kærasta hans Catherine Hyde lentu í óhappi í kappakstursmóti meistaranna í Dusseldorf á sunnudaginn, þegar afturfjöðrun brotnaði á keppnisbíl sem hann ók og hún var farþegi í endaði á varnargirðingu. Kovalainen fékk þungt höfuðhögg og Hyde meiddist á mjöðm í atvikinu.

Horner: Vonbrigði fyrir Webber að ná ekki takmarkinu

Christian Horner hjá Red Bull telur að Mark Webber, liðsmaður Red Bull endurhlaði batteríin í vetur og mæti klár í titilslaginn 2011, eftir að hafa misst af titlinum í ár. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð meistari í ár og tryggði titilinn í lokamótinu.

Kubica fjórði í frönsku rallmóti

Pólski Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica, sem ekur með Renault náði fjórða sæti í rallmóti í Frakklandi á sunnudaginn. Hann keppti á Renault Clio S16. Aðstoðarökumaður Kubica var Jakub Gerber.

Nýbakaður DTM-meistari vonast eftir Formúlu 1 sæti

Bretinn Paul di Resta vann meistaratitilinn í DTM mótaröðinni með Mercedes, en lokamót ársins fór fram í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn. Flest mót í þessari mótaröð fara fram í Þýskalandi. Paul di Resta varð í öðru sæti á eftir landa sínum Gary Paffett í mótinu í Sjanghæ og það dugði til að hann hreppti titilinn. Di Resta hefur verið varaökumaður Force India liðsins á þessu ári og í frétt á autosport.com í dag segist hann áhugasamur um að komast að sem keppnisökumaður í Formúlu 1. "Force India hefur gefið mér gott tækifæri á þessu ári. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera hluti af Formúlu 1 liði og ég hef getað gert frábæra hluti með þeim á þessu ári", sagði di Resta um í frétt autosport. "Augljóslega er ég að vonast eftir sæti hjá liðinu og að byggja upp langvarandi samvinnu. F1 er draumur minn og ég mun vinna að því að láta hann rætast." "Mercedes hefur reynst mér vel og ég vil ekki gleyma því. Ég er bara ánægður að vinna titilinn í DTM með þeim", sagði di Resta. Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi voru ökumenn Force India í ár.

Albuquerque kátur að sjá við tveimur heimsmeisturum

Portúgalinn Filipe Albuquerque var kampakátur með að vinna kappakstursmót meistaranna í Düsseldorf í dag. Hann lagði í Formúlu 1 heimsmeistarann Þjóðverjann Sebastian Vettel í undanúrslitum og Frakkann Sebastian Loeb, heimsmeistara í rallakstri í úrslitum. Albuquerque er ekki heimsþekktur ökumaður á borð við þá tvo sem hann sá við í mótinu á lokasprettinum.

Óvæntur sigurvegari í kappakstursmóti meistaranna

Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari.

Skipan ökumanna í riðla í kappakstursmóti meistaranna

Michael Schumacher og Sebastian Vettel geta bætt við öðrum gullverðlaunum í kappakstursmóti meistaranna, þegar þeir keppa í einstaklingskeppni milli sextán ökumanna á malbikaðri braut í Dusseldorf í Þýskalandi í dag. Þeir tryggðu Þýskalandi bikar þjóða í gær.

Schumacher: Frábært að vinna í fjórða sinn

Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum.

Schumacher og Prost saman í riðli í kappakstursmóti meistaranna

Skipan í riðla í kappaksturmóti meistaranna er klár, en mótið verður á laugardag og sunnudag í Þýskalandi og fer fram á alskyns ökutækjum. Mótið verður á sérútbúnu malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuvelli Í Dusseldorf sem og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Formúlu 1 meistarinn keppir í kappakstursmóti meistaranna

Sextán ökumenn eru skráðir í kappkstursmót meistaranna, Race of Champions sem fer fram í Düsseldorf í Þýskalandi um helgina. Meðal ökumanna er Sebastian Vettel, nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, auk Michael Schumacher, Alain Prost, Sebastian Loeb og Michael Doohan, sem allr eru heimsþekktir akstursíþróttamenn

Persónulegt markmið Kobayashi að gera engin mistök 2011

Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett.

Barrichello líst vel á 2011 bíl Williams

Rubens Barrichello verður áfram hjá Williams liðinu á næsta ári, en ekki er vitað um hver verður liðsfélagi hans sem ökumaður, en rætt hefur verið um að GP2 meistarinn Pastor MalDonado komi til greina hjá liðinu. MalDonado prófaði bíl liðsins í Abu Dhabi á dögunum.

Vettel: Nýju dekkin betri en flestir áttu von á

Sebastian Vettel, nýbakaður Formúlu 1 meistari prófaði nýju Pirelli dekkin sem verða notuð á næsta ári í dag og í gær ásamt fjölda ökumanna keppnisliða. Prófunin er mikilvægur þáttur í þróun dekkjanna fyrir komandi keppnistímabil þar sem Pirelli tekur við því hlutverki að útvega dekk í stað Bridegstone sem hefur gert það síðustu ár.

Ferrari menn fljótastir á nýju dekkjunum

Fernando Alonso var fljótastur allra á Pirelli dekkjunum sem hafa verið prófuð af kappi í Abu Dhabi í dag. Í gær var Felipe Massa á Ferrari fljótastur að sama skapi, en Pirelli dekk verða notuð í Formúlu 1 á næsta ári í stað Bridgestone, en aðeins einn dekkjaframleiðandi hefur verið í íþróttinni síðustu ár til að spara kostnað

Sebastian Vettel: Keppi ekki til að slá met Schumachers

Sebastian Vettel segist ekki vera að keppa í Formúlu 1 til að slá met Michael Schumacher sem hefur tryggt sér sjö meistaratitlina á ferlinum. Vettel skrifaði hugleiðingar sínar í þýska dagblaðið Bild samkvæmt frétt á autosport.com.

Massa fljótastur í dekkjaprófun Pirelli

Formúlu 1 kappar æfðu á Abu Dhabi brautinni í dag og óku á Pirelli dekkjum sem verða notuð á næsta ári. Felipe Massa náði besta tíma dagsins á Ferrari á undan meistaranum Sebastian Vettel á Red Bull.

GP 2 meistarinn Maldonaldo prófaði Hispania og Williams

Pastor Maldonado frá Venúsúela prófaði Hispania og Willams bíla á æfingum í Abu Dhabi í vikunni, en nokkur umræða hefur verið um að hann taki autt sæti sem Nico Hulkenberg skildi eftir sig þar. Hulkenberg ætlar að leita á önnur mið, en Rubens Barrichello verður áfram hjá Williams

Rússinn Petrov líklega áfram hjá Renault

Eric Boullier, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault telur líklegt að Vitaly Petrov frá Rússlandi verði áfram hjá liðinu á næsta ári, en hann stóð sig vel í lokamótinu í mikilli báráttu við Fernando Alonso hjá Ferrari.

Ástralskur nýliði fljótari en meistarinn

Nýliði Red Bull, Daniel Ricciardo var fljótari en heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði að vera í tímatökum, þegar hann ók Red Bull bíl á æfingum í Abu Dhabi í dag.

Webber og Vettel sáttir hvor við annan

Mark Webber telur að spennan á milli hans og Sebastian Vettel hafi frekar verið hvatning til dáða, en neikvætt afl. Red Bull liðið fagnaði titlum sínum með fréttamannafundi í flugskýli í Austurríki í gær.

Vettel merkilegur og svalur persónuleiki

Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel sé vel að Formúlu 1 titli ökumanna kominn, en hann nældi í hann í lokamótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn. Red Bull landaði bæði titli bílasmiða og ökumanna á þessu keppnistímabili.

Íþróttir geta verið sársaukafullar

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að lið sitt hafi gert mistök sem kostuðu Fernando Alonso möguleikann á meistaratitli ökumanna í gær í lokamótinu í Abu Dhabi.

Íþróttaandinn færði Red Bull tvo titla

Christian Horner hjá Red Bull telur að sterkur liðsandi hjá Red Bull hafi fært þeim báða meistaratitla í Formúlu 1, en Sebastian Vettel tryggði liðinu titil ökumanna í gær. Um síðustu helgi vann liðið titil bílasmiða.

Vettel grét af gleði í endamarkinu

Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi.

Alonso svekktur eftir mistök Ferrari

Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari.

Sebastian Vettel heimsmeistari í Formúlu 1

Sebastian Vettel varð í dag yngsti heimsmeistari í Formúlu 1-kappakstrinum frá upphafi. Hann vann lokamótið í Abu Dhabi og það dugði honum til sigurs í stigakeppninni. Vettel er aðeins 23 ára gamall.

Íslendingar spenntir á lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi

Íslenskir áhorfendur er á mótssvæðinu í Abu Dhabi þar sem lokamótið í Formúlu 1 fer fram í dag og fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn. Meðal þeirra eru hjóninn Elín Reynisdóttir og Már Ormarsson, en Már starfar sem flugumferðarstjóri í Dubai.

Massa: Alonso með ásana í hendi

Felipe Massa líkir stöðu Fernando Alonso í lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi í dag við það þegar pókerspilari er með ásanna í hendi. Alonso er þriðji á ráslínu á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Alonso er efstur í stigamóti ökmanna á undan Mark Webber, en þeir og Vettel og Hamilton eiga möguleika á meistaratitlinum í dag.

Horfur á sögulegum Formúlu 1 spennutrylli

Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna.

Hvað segja keppinautar Vettels um stöðuna?

Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton.

Vettel: Gæti ekki verið í betri stöðu

Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton

Vettel fljótastur og getur orðið yngsti heimsmeistari sögunnar

Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir lokamótið Formúlu 1 mótaraðarinnar sem verður í Abu Dhabi á sunnudag. Hann varð brotabrotum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Fernando Alonso varð þriðji. Fjórði maðurinn í kapphlaupinu um meistaratitilinn, Mark Webber á Red Bull varð fimmti.

Vettel og Webber fremstir á lokaæfingunni

Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber voru fljótastir á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Abu Dhabi í dag. Vettel var 0.133 sekúndum á undan Webber, en Lewis Hamilton var 0.584 á eftir, en Fernando Alonson fjórði. Þessir kappar eru í titilslagnum um um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir