Fleiri fréttir

Axarkast og stauraklifur í Heiðmörk

Skógarleikarnir 2016 fara fram í Heiðmörk í dag. Þetta er annað árið í röð sem Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til leikanna. Nokkrir af færustu skógarhöggsmönnum landsins munu leiða saman hesta sína og verður gestum boðið í grillveislu.

Nágrannarnir gleðjast saman

Norðurmýrarhátíð verður haldin í annað sinn í dag. Sérstaklega góður andi ríkir í hverfinu og nágrannarnir taka sig saman og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Listamennirnir sem koma fram á hátíðinni búa allir í Norðurmýrinni.

Fagna lífinu í stað þess að flækja það

Sylvía Erla Melsted er tvítug söngkona af Seltjarnarnesi og eldheitur Beyoncé- aðdáandi. Hún sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en fyrir höfðu lög hennar Gone og Getaway notið mikilla vinsælda. Sylvía mun troða upp á Þjóðhátíð í ár.

Spjalla saman um hinsegin bókmenntir

Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur, spjallar við kanadíska rithöfundinn Betsy Warland um nýjustu endurminningabók hennar, Oscar of between, auk þess sem þær munu ræða um gildi skriflegrar tjáningar fyrir hinsegin fólk og fleira.

Agent Fresco hitar upp fyrir Muse

Við höfum allir á einhverjum tímapunkti í lífi okkar fílað Muse, það er ein besta tilfinningin að hita upp fyrir hljómsveit sem maður ber mikla virðingu fyrir og hefur haft mikil áhrif á mann, segir Arnór Dan, söngvari Agent Fresco.

Ljótar pítsur á leið til Bandaríkjana

Pitsustaðurinn Ugly mun síðar á árinu opna sinn fyrsta stað í Portland í Oregon. Stefnan er svo sett á að opna fleiri staði, bæði hér og í Bandaríkjunum auk þess að hefja framleiðslu á blómkálsbotnum.

Geysir gaus í ánni Spree í Berlín

Ísland Pop Art Pop-Up Festivalið í Berlín hófst 12.júlí með þjóðlegum og glæsilegum hætti þegar Geysir gaus í ánni Spree og hafa þýskir fjölmiðlar sýnt sýningunni gríðarlega mikinn áhuga.

Bruce Banner allur

Vísindamaðurinn Bruce Banner lætur lífið í nýrri teiknimyndaseríu Marvel Comics.

Segir ekki nei við Jón

Lögfræðingurinn Helga Vala Helgadóttir er einnig menntuð leikkona. Hún hefur ekki mikið leikið á síðustu árum en fer með hlutverk í grínþáttaröðinni Borgarstjóranum. Tökum lýkur í dag.

Milljónir horfa á fellingar barnsins hristast

Myndbönd eiga oft til að verða gríðarlega vinsæl á veraldarvefnum og gerist það nánast daglega að myndbönd verða „viral“ og ganga þá eins og eldur í sinu út um allt.

Hefur ekki hlustað á þættina árum saman

Í dag eru 45 ár síðan skemmtiþættirnir Útvarp Matthildur fóru fyrst í loftið. Í þáttunum gerðu Hrafn Gunnlaugsson, Davíð Oddsson og Þórarinn Eldjárn grín að stjórnmálamönnum. Hrafn segir þessa tíma með þeim skemmtilegri.

Sjá næstu 50 fréttir