Craig Sager hélt tilfinningaþrungna ræðu um krabbameinið: „Ég mun aldrei gefast upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2016 11:00 Craig Sager starfar með Reggie Miller Shaq, Charles Barkley og mörgum öðrum á sjónvarpstöðinni TNT. vísir/getty Craig Sager er einhver ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og hefur hann verið undanfarna áratugi á hliðarlínunni í NBA-deildinni og tekið mörg þúsund viðtöl við bestu körfuboltamenn sögunnar. Sager hefur ákveðinn stíl, hann er ávallt klæddur í mjög litskrúðugan fatnað og hefur því alltaf vakið mikla athygli. Sager berst nú við krabbamein og hefur gert síðustu tvö ár. Honum var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifað. Í gærkvöldi var Sager heiðraður á ESPY verðlaunahátíðinni en á hverju ári fær einstaklingur svokölluð Jimmy V verðlaun og er gríðarlegur heiður að fá þá nafnbót. Þá er einstaklingur tengdur íþróttaheiminum heiðraður fyrir baráttu sínu og vinnu gegn krabbameini. Það er íþróttastöðin ESPN sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. Sager hélt magnþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum í gær og féllu ófá tár í salnum.Ást er ekki hræðsla „Það er ekki hræðsla í ástinni, og ást þín er minn styrkur,“ sagði þessi magnaða 65 ára hetja í upphafi ræðu sinnar. Þá þakkaði hann eiginkonu sinni fyrir allan þann stuðning sem hún hefur gefið honum. Sager hefur gefið bandarísku þjóðinni mikið og þá sérstaklega þeim sem berjast fyrir lífi sínu. „Þegar læknir segir við mann að maður eigi bara þrjá vikur eftir ólifað, þá hefur þú tvo kosti. Annað hvort að reyna gera allt sem þér dettur í hug á þremur vikum eða sagt við sjálfan þig; ég ætla ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að berjast. Það er ekki hægt að kaupa tíma og þú hefur ekki endalausa uppsprettu af tíma. Tíminn er einfaldlega bara hvernig þú lifir lífi þínu.“ Sager segist elska starfið sitt og hafi í raun aldrei litið á það sem vinnu. „Fyrir ykkur þarna úti sem eru að þjást í baráttunni gegn krabbameini og framundan er mikil og erfið vinna, ég vil að þið vitið að vilji ykkar til að lifa og barátta ykkar getur breytt öllu. Við eigum eftir að finna lækningu við krabbameini en við þurfum á ykkar hjálp að halda. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að dauðvona greining myndi hafa svona áhrif á mig. Í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir lífið og ég mun aldrei gefast upp. Ég mun halda áfram að lifa lífi mínu eins og áður, fullt af ást og skemmtun. Ég kann ekkert annað.“ Hér að neðan má sjá ræðuna sem hann hélt. Það var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem afhenti Sager verðlaunagripinn. Allar helstu íþróttastjörnur heims voru viðstaddar verðlaunaafhendinguna í gær og var ræða Sager hápunktur kvöldsins. Tengdar fréttir Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15 Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Craig Sager er einhver ástsælasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og hefur hann verið undanfarna áratugi á hliðarlínunni í NBA-deildinni og tekið mörg þúsund viðtöl við bestu körfuboltamenn sögunnar. Sager hefur ákveðinn stíl, hann er ávallt klæddur í mjög litskrúðugan fatnað og hefur því alltaf vakið mikla athygli. Sager berst nú við krabbamein og hefur gert síðustu tvö ár. Honum var tilkynnt fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti aðeins þrjá til sex mánuði eftir ólifað. Í gærkvöldi var Sager heiðraður á ESPY verðlaunahátíðinni en á hverju ári fær einstaklingur svokölluð Jimmy V verðlaun og er gríðarlegur heiður að fá þá nafnbót. Þá er einstaklingur tengdur íþróttaheiminum heiðraður fyrir baráttu sínu og vinnu gegn krabbameini. Það er íþróttastöðin ESPN sem stendur fyrir verðlaunahátíðinni. Sager hélt magnþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum í gær og féllu ófá tár í salnum.Ást er ekki hræðsla „Það er ekki hræðsla í ástinni, og ást þín er minn styrkur,“ sagði þessi magnaða 65 ára hetja í upphafi ræðu sinnar. Þá þakkaði hann eiginkonu sinni fyrir allan þann stuðning sem hún hefur gefið honum. Sager hefur gefið bandarísku þjóðinni mikið og þá sérstaklega þeim sem berjast fyrir lífi sínu. „Þegar læknir segir við mann að maður eigi bara þrjá vikur eftir ólifað, þá hefur þú tvo kosti. Annað hvort að reyna gera allt sem þér dettur í hug á þremur vikum eða sagt við sjálfan þig; ég ætla ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að berjast. Það er ekki hægt að kaupa tíma og þú hefur ekki endalausa uppsprettu af tíma. Tíminn er einfaldlega bara hvernig þú lifir lífi þínu.“ Sager segist elska starfið sitt og hafi í raun aldrei litið á það sem vinnu. „Fyrir ykkur þarna úti sem eru að þjást í baráttunni gegn krabbameini og framundan er mikil og erfið vinna, ég vil að þið vitið að vilji ykkar til að lifa og barátta ykkar getur breytt öllu. Við eigum eftir að finna lækningu við krabbameini en við þurfum á ykkar hjálp að halda. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að dauðvona greining myndi hafa svona áhrif á mig. Í dag er ég svo ótrúlega þakklátur fyrir lífið og ég mun aldrei gefast upp. Ég mun halda áfram að lifa lífi mínu eins og áður, fullt af ást og skemmtun. Ég kann ekkert annað.“ Hér að neðan má sjá ræðuna sem hann hélt. Það var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem afhenti Sager verðlaunagripinn. Allar helstu íþróttastjörnur heims voru viðstaddar verðlaunaafhendinguna í gær og var ræða Sager hápunktur kvöldsins.
Tengdar fréttir Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15 Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Dauðvona Sager mætti í vinnuna í nótt Þó svo íþróttafréttamaðurinn Craig Sager eigi líklega aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá neitar hann að gefast upp. 30. mars 2016 14:15
Læknar gefa Sager þrjá til sex mánuði Íþróttafréttamaðurinn geðugi, Craig Sager, lifir ekki út þetta ár. Það hafa læknar tjáð honum. 23. mars 2016 09:15