Fleiri fréttir

M&M býður myndlist heim

Ný bók eftir Hugleik Dagsson, Enn fleiri íslensk dægurlög, kemur út í dag. Samhliða verður opnuð sýning á verkum hans í nýju galleríi Bókabúðar Máls og menningar á Laugavegi 18. "Hugleikur fær þann heiður að vígja galleríið okkar bæði með glænýjum myndum úr bókinni, sem hann er að gefa út í dag, og eldra efni,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18. "Galleríið verður opnað formlega á þriðju hæðinni klukkan 17 í dag með tilheyrandi gleði. Frændi Hugleiks, Örn Eldjárn, ætlar meðal annars að spila nokkur lög fyrir gesti og gangandi.“

Mannætusöngleikur verðlaunaður í New York

"Ég held að þetta séu ein stærstu verðlaun sem íslensk leikhúsframleiðsla hefur fengið,“ segir Óskar Eiríksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Leikhúsmógulsins en framleiðsla þeirra, söngleikurinn Silence!, var í vikunni kosinn besti söngleikur í New York af The Broadway Alliance.

Myndirnar á Time Square

"Það var verið að auglýsa eftir listamönnum til að taka þátt í sýningunni og ég ákvað að senda inn nokkrar myndir. Almenningur kaus svo um það hverjir kæmust áfram og ég náði þeim kvóta sem til þurfti og fékk því að vera með,“ útskýrir Björn Árnason ljósmyndari en myndir eftir hann voru sýndar á Time Square í New York á mánudag.

Leita styrkja fyrir sýningarferð

„Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað.

Samdi nýja skáldsögu sem er framhald Borgríkis

"Það er ótrúlega skemmtilegt að skrifa bók með karakterum sem voru algjörlega lifandi í höfðinu á manni,“ segir rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð. Hann sendir í haust frá sér skáldsöguna Blóð hraustra manna. Hið óvenjulega er að hún er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út á síðasta ári við góðar undirtektir. Til stendur að byggja framhaldmynd hennar, sem er í undirbúningi, að stórum hluta á sögu Óttars

Kvikmyndaþátturinn Kviksjá aftur á dagskrá í sumar

Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sigríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leikara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið.

Líf og fjör á Grímunni

Uppskeru- og verðlaunahátíð leikarastéttarinnar Gríman fór fram með pompi og prakt í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Leiksýningin Tengdó var sigurvegari hátíðarinnar.

Fyrirlestur og bók um mannsheilann

„Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning.

Gleði á Kjarvalsstöðum

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum ríkti mikil gleði á opnun sýningarinnar Gálgaklettur og órar sjónskynsins sem stendur yfir til 26. ágúst á Kjarvalsstöðum...

Reykvélin veitir leikhúsverðlaun

Leikverkið Tengdó eftir Val Frey Einarsson er sýning ársins að mati gagnrýnenda Reykvélarinnar, vefrits sem helgað er leiklist. Reykvélin veitir nú í fyrsta sinn leiklistarverðlaunin Leikvélina, en þau falla í skaut "eftirtektarverðustu og mikilvægustu“ leiksýningu ársins, að mati gagnrýnenda miðilsins.

Hádegiserindi í Hafnarhúsi

Hlynur Helgason, myndlistarmaður og heimspekingur, flytur hádegisfyrirlestur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag undir yfirskriftinni Af auðveldi og myndlistarheimi – lærdómur dreginn af ástandinu.

Rúrí á ítölsku

Hulda Hlín Magnúsdóttir, listfræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leiðsögnin verður á ítölsku.

Nautn að sýna í skjaldborgarbíói

Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson bar sigur úr býtum í áhorfendakosningu á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði á dögunum. Grímur segir mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun fyrir mynd sem hann gerði án nokkurra styrkja.

Samleikurinn leikhús-Viagra

„Það er heiður að leika á móti svona reyndum leikara,“ segir Melkorka Óskarsdóttir. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í leikritinu Beast í London, sem frumsýnt var síðasta miðvikudag.

Leikhúss listamanna heldur sumargjörningakvöld

Leikhús listamanna heldur sumargjörningakvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, þriðjudaginn 5. júní, klukkan 21. Gestalistamaður kvöldsins er hinn tékkneski Jan Fiurasek, sem er daufbumbur.

Frumflytur dansverk í Tókýó

Danslistakonan Ragnheiður Bjarnason frumflutti um helgina dansverkið Frosting í galleríinu XYZ collective í Tókýó. Frosting er lifandi innsetning þar sem dans, tónlist og myndlist mynda eitt listaverk. Ragnheiður Bjarnason er höfundur verksins, en hún bjó einnig til sviðsmynd og búninga, auk þess að dansa í verkinu. Belginn Benjamin Dousselaere sá um tónlistina.

Mary Poppins svífur á íslenskt svið í fyrsta skipti

„Það er enn ekki búið að ákveða hver fari með hlutverk sjálfrar Mary Poppins en það er verið að skoða málið þessa dagana. Þetta er viðamikið verkefni og ekki búið að ráða í nein hlutverk," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, um söngleikinn um Mary Poppins sem verður frumsýndur þar í febrúar 2013.

Bastard á svið í kvöld

Leikritið Bastard – fjölskyldusaga eftir Gísla Örn Garðarsson og bandaríska handritshöfundinn Richard Lagravenese verður sýnt í Borgarleikhúsinu á föstudags- og laugardagskvöld. Verkið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Vesturports, borgarleikhússins í Malmö og Teater Får302 í Kaupmannahöfn.

Sjá næstu 50 fréttir