Fleiri fréttir

Innipúkar í afneitun

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Í nýlegri sjónvarpsauglýsingu frá 66 gráðum norður situr ungur strákur við útvarpið að morgni dags og hlustar spenntur á þulinn lesa upp nöfn þeirra skóla þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs. Það er ekki oft sem ég verð meyr yfir auglýsingum en þessi kallar fram svo notalegar tilfinningar að ég gæti horft á hana aftur og aftur. Mér finnst litli

Aðal rasisti bloggheima

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Þrennt er verulega athyglisvert við nýgenginn dóm yfir Gauki Úlfarssyni vegna þeirra ummæla hans að Ómar R. Valdimarsson sé ekki bara rasisti, heldur erkirasisti.

Lítil þúfa

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Ég hef enga hugmynd um hvaðan ókunna konan var að koma eða hvert hún var að fara. Ætlaði kannski að skreppa aðeins í Húsasmiðjuna án þess að það komi sögunni beint við, eða í bíltúr niður að sjó. Að minnsta kosti ók hún í sólskininu norður Kringlumýrarbrautina, hvorki hratt né hægt, bara svona ósköp hversdagslega.

Sofandi hulduhrútar

Þráinn Bertelsson skrifar

Margir líta þá hornauga sem tala um fræðigreinar sínar á skiljanlegan hátt. Það þótti ekki fínt í fræðikreðsum hér áður að vera í talsambandi við illa þveginn almúgann. Þetta er þó að breytast. En lúshægt.

Yes, we can

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Forval fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum jafngildir jólunum fyrir áhugamenn um kosningar.

Ný orð

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Nú í vikunni áttaði ég mig á því að í öllum fréttum og víða annars staðar úti í þjóðfélaginu var fólk að nota orð sem ég skildi ekki. Þetta er orðið “skuldatryggingarálag”.

Lömbin þagna

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Senn gengur í garð sá árstími þegar fjórtán ára þrautaganga margra foreldra er á enda og börnin ganga í fullorðinna manna tölu. Ungviðinu er smalað í kirkju eins og lömbum til slátrunar, sem er í vissum skilningi viðeigandi líking því úr kirkjunni snúa engin lömb; aðeins spengilegar ær og graðir hrútar. Barndómnum er formlega lokið.

Kanasöknuður

Gunnar Hjálmarsson skrifar

Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að segja þetta, en ég sakna Kanans á Miðnesheiði. Hann yfirgaf okkur með lágværu blístri, fánar voru dregnir niður og svo var þetta, sem hafði skipt þjóðinni í tvennt áratugum saman, bara búið.

Veistu ekki hver er pabbi þinn?

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Sá ferill sem það tekur foreldra að velja nafn á ungann sinn getur verið langur og flókinn. Einu sinni var algengt að álfar og framliðnir vitjuðu nafns, sem var ágætt svo lengi sem viðkomandi hét ekki Hrolllaugur eða Skessujurt, en langt er síðan allt slíkt datt úr tísku.

Blint réttlæti og heimskulegt

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Þrír menn fæddir á árunum 1980, 1982 og 1984 voru um daginn dæmdir í héraðsdómi fyrir stórfelldasta smygl á fíkniefnum sem komið hefur upp á Íslandi í einstöku máli. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi, einn í sjö ára og fimm mánaða fangelsi og sá þriðji í sjö ára fangelsi. Þurfa þeir að afplána tvo þriðju hluta dómanna áður en þeir eiga möguleika á reynslulausn.

Fallegur boðskapur

Davíð Þór Jónsson skrifar

Summa jarðar virðist hafa verið furðu jöfn í gegn um aldirnar. Fjöldi atómanna, sem hér eru á sveimi og mynda reikistjörnuna með öllu sem á henni er, hefur víst sveiflast sáralítið síðastliðin árþúsund.

Tröllin hlæja ho, ho, ho

Gerður Kristný skrifar

Eitt sinn vann ég á vikublaði þar sem ég annaðist meðal annars opnu þar sem birtar voru aðsendar ljósmyndir.

Rotin rómantík

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Mikið skelfing er ég fegin að betri helmingurinn skuli ekki hafa asnast til þess að færa mér valentínusargjöf í gær. Tilbúin rómantík í hjartalaga súkkulaðiboxi hefði verið tilvalin leið til þess að eyðileggja fyrir mér annars ágætan fimmtudag enda vekur fátt hjá mér meiri viðbjóð en allt þetta væmna valentínusardót sem sjá hefur mátt í búðum undanfarna daga.

Svona er ástin

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Það er táknrænn dagur í dag. Valentínusardagur er notaður til að minna hluta af þjóðinni á að hún eigi maka og hinn hlutann á að hún eigi engan.

Sölumenn óttans

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Stundum er fullyrt að með hækkandi aldri fylgi ákveðin fríðindi. Þá er ekki verið að vísa í forréttindi ellilífeyrisþega sem fá afslátt í sund og ókeypis rútuferðir í Bónus, heldur sérstaka tegund af sálarró sem kemur ekki sjálfkrafa en eykst samkvæmt kenningunni í réttu hlutfalli við fjölgandi hrukkur.

Heiðarleiki

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Ég var skínandi ánægð þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var kjörinn borgarstjóri á sínum tíma.

Saklaust gæðablóð?

Þráinn Bertelsson skrifar

Tvisvar hef ég séð stjórnmálaflokka veikjast heiftarlega. Sá fyrri dó drottni sínum í sælli trú á framhaldslíf á bleiku skýi jafnaðarstefnu á rauðum sokkum.

Hryllingurinn á hæðinni

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Fimm hundruð pör sækjast nú eftir því að fá að vera með í íslenskum sjónvarpsþætti, þar sem verkefnið er að innrétta hús innan ákveðins tímafrests.

Auli

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Fyrir skemmstu tók ég mér frí frá vinnu á föstudegi, drakk kaffi á kaffihúsi og vafraði um netið. Ég notaði líka tækifærið til að skrifa útlenskum vini tölvupóst á ensku. Skyndilega tók ég eftir að tölvan var að verða rafmagnslaus.

Stjórnmálaútlitið

Dr. Gunni skrifar

Sá sem fann upp á spekinni um að ekki skuli dæma bókina eftir kápunni var augljóslega að þvaðra út um vitlausan enda.

Orðrómur deyr

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Hvort sem meðfæddri leti er um að kenna eða áunnu metnaðarleysi, þá sofnar í mér heilinn um leið og farið er að tala um peninga af alvöru og þekkingu.

Elsku Páll

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Þegar ég var tvítug festi ég kaup á forláta sjónvarpi í verslun sem seldi notuð tæki.

Að flytja flugvöll

Þráinn Bertelsson skrifar

Með nýjum og yfirveguðum borgarstjóra er í bili búið að skrúfa fyrir hina flóknu umræðu um hvert skuli flytja Reykjavíkurflugvöll – hvort fara skuli með flugvöllinn upp á heiðar eða út í sjó eins og ýmsir stórgáfaðir menn hafa gert að tillögum sínum.

101 Reykjavík

Davíð Þór Jónsson skrifar

Borgarstjórinn í Reykjavík er með læknisvottorð upp á að hann ráði við starfið sem hann gegnir. Ég veit ekki til þess að aðrir borgarfulltrúar geti státað af því.

Ekki bara róló

Gerður Kristný skrifar

Í tíu ár bjó ég á Sólvallagötu. Þegar ég flutti þangað voru fjórar verslanir í nágrenninu; lítil matvörubúð á horni Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu og önnur á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu.

Þvílík vitleysa

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Ég er ekki af þeirri kynslóð sem ólst upp í stöðugum ótta við atómbombuna. Þegar ég var í grunnskóla höfðu annarskonar heimsendaspár tekið við og fólk var farið að trúa því að mengun af mannavöldum myndi tortíma öllu lífi innan skamms.

Sjá næstu 50 greinar