Fleiri fréttir

Steypiskúr úr hrákadalli

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Þegar heitt er í hamsi er skiljanlegt að fólk vilji koma sínu á framfæri á beinskeyttan hátt. Í þeim anda líkir forsætisráðherra gagnrýni á sig við loftárásir. Hann er ekki sá eini sem grípur til samlíkinga við stríðsverk til að fjalla um pólitísk bitbein.

Bavíanar kasta pílum á spjald

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Það lá frekar beint við að hefja störf á dagblaði upp úr tvítugu enda hef ég verið fréttafíkill frá því að ég man eftir mér.

Oh My God!

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Ég man ekki eftir því að nein orð hafi verið bönnuð á heimilinu þegar ég var lítill. Það var ekki vel séð að segja "djöfullinn“ eða "fjandinn“ en það var ekki forboðið.

Myndir, eða það gerðist ekki!

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar

Þegar ég var í grunnskóla var hvorki til Fésbók né Instagram. Farsíma fékk ég seint og um síðir og eini tímaþjófurinn sem þar bjó var snákur sem borðaði epli.

Áttu líf handa mér?

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Á yfirvinnukaupi bíður pirraður prófarkalesari eftir því að ég skili af mér þessum stutta pistli, en formlegur skilafrestur er löngu liðinn.

Bakkelsi og svekkelsi

Karen Kjartansdóttir skrifar

Ein systra minna er með sítt rautt hár, mjótt mitti, ávalar mjaðmir, bogadregnar augabrúnir og fallegar beinar tennur. Væri hún hryssa fengi hún hátt fyrir byggingu og gang.

Borvéla-blús

Halldór Halldórsson skrifar

Það er borvél á eldhúsborðinu mínu. Skrúfbitar og skrúfur allt í kringum hana og svo bara venjuleg eldhúsáhöld. Ég sé ekki tilganginn í því að ganga frá henni, ekki fyrr en afgangurinn af innréttingunni kemur frá Ikea. Minnir mig á að ég þarf að hringja í þá og grennslast fyrir um hvort gámurinn sé kominn.

Skráningu hafnað

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Eftir að hafa fengið eldrauða sokka í fæðingargjöf, fædd á kvenréttindadaginn sjálfan, var tónninn sleginn. Ég er remba. Það verður bara að segjast.

Hin óþekkjanlega spegilmynd

Álfrún Pálsdóttir skrifar

Nú fer þessari annarri meðgöngu minni senn að ljúka. Hún hefur verið óvenju fljót að líða enda ekki mikill tími til að velta sér of mikið upp úr væntanlegri fjölgun. Maður er reynslunni ríkari og veit hvað er í vændum. Nýtur þess að sofa heila nótt fram á síðasta dag.

Slóri til varnar

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Ég hef alltaf unnið allt á síðustu stundu. Ég hef skammað mig talsvert fyrir það enda glatað að vera lífsins ómögulegt að gera handtak nema í tímahraki. Svo kynntist ég lögmáli herra Parkinson, nýs vinar míns.

Túristinn sækir í sig veðrið

Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar

Stærsta breytingin sem orðið hefur á íslensku mannlífi síðustu ár er sennilega fjölgun erlendra ferðamanna. Á þessu ári gætu þeir orðið 800 þúsund og hefur þá fjölgað um ígildi íslensku þjóðarinnar á fimm árum.

Dr. Nilfisk og herra Kirby

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Ég var gestaglaður sem barn. Ef það komu gestir í heimsókn eftir kvöldmat varð ég svo spenntur að ég gat ekki sofið. Ég man enn eftir kvöldinu þegar ryksugusölumaðurinn kom í heimsókn. Hann var að selja bandarískar gæðaryksugur frá Kirby.

Tvær flugur

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Við vorum rétt að hengja af okkur yfirhafnirnar þegar hann vatt sér skyndilega að þjóninum og spurði eftir manni, hvort sá væri ekki örugglega á staðnum? Honum létti greinilega stórum þegar þjónninn sagði jú, Magnús væri í húsinu. Yfir fordrykknum bað hann fyrir skilaboð til hans. Ég reyndi að láta ekki á neinu bera. Fannst áhugi hans á formanni Félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti nokkuð undarlegur samt, við áttum nú að heita á okkar fyrsta stefnumóti.

Árshátíð þvermóðskunnar

Saga Garðarsdóttir skrifar

Kæru velunnarar þrjóskunnar, senn líður að árshátíð okkar. Tilgangur þessa fréttabréfs er að minna ykkur á að allt verður samkvæmt hefðunum. Þessi orð eru nákvæmlega þau sömu og þið lásuð í fyrra og ekkert ætti að koma ykkur á óvart.

Piltur og stúlka

Karen Kjartansdóttir skrifar

Eftir sveitaball sem haldið var í Njálsbúð sumar eitt undir lok síðustu aldar móðgaðist ég. Þetta sumar var ég, eins og fjöldi annarra sunnlenskra ungmenna, að störfum í SS svo landinn fengi nægju sína af pylsum og grillmeti.

Tittlingadýrkun

Stígur Helgason skrifar

Strákar dýrka á sér tittlinginn. Það er alkunna. Og ekki bara strákar, heldur karlar á öllum aldri. Þeir vilja veg hans sem mestan og eru reiðubúnir í alls kyns heimskulegar typpakeppnir til að vinna honum brautargengi.

Ekkert stress, bara gleði

Halldór Halldórsson skrifar

Blessuð sé minning Hermanns Gunnarssonar. Blessuð sé minning einlægrar lífsgleði, blessaður sé þessi eftirminnilegi hlátur og þetta einstaka bros. Elsku Hemmi Gunn. Hemmi var einn af örfáum Íslendingum sem heilu kynslóðirnar geta talið til "icon-a“ sinna. Hann skipar sér umsvifalaust á bekk með þröngum hópi eftirminnilegustu persónuleika síðari ára.

Pappírsfáni á priki

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Við skulum sjá,“ sagði mamma og þá vissi ég að útséð var með að nokkuð yrði úr. Orðin „seinna“ og „kannski“ höfðu sömu merkingu við ákveðnar aðstæður, þau þýddu í rauninni „nei“.

Hoppað yfir þriðja tuginn

Álfrún Pálsdóttir skrifar

Jæja, þá er dagurinn sem ég hef kviðið fyrir síðustu 364 daga runninn upp. Dagurinn sem var í svo mikilli órafjarlægð fyrir tíu árum. Já, í dag hoppa ég yfir í nýjan tug. Ég er 30 ára í dag. Fertugsaldurinn ógurlegi hefur bankað að dyrum. Ég er ekki viss um að ég þori til dyra.

Ævintýraleg ferð

Óvænt stóð ég og handfjatlaði forna skinnbók, nánar tiltekið frá því um 1300. Fallegt lítið handrit, sem fjallar um jafn þurrt efni og skáldskaparfræði. Bókin kennir það hvernig túlka skuli gamlar sögur og ljóð.

Háttvirtar hefðir

Hildur Sverrisdóttir skrifar

"Vinsamlegast vippaðu þér úr gallabuxunum, vinur."

Sjá næstu 50 greinar