Innlent

Guðni hlaut áverka þegar hann reyndi að bjarga manni frá hnífaárás

Guðni Bergsson á leið af sjúkrahúsi eftir að gert hafði verið að sárum hans.
Guðni Bergsson á leið af sjúkrahúsi eftir að gert hafði verið að sárum hans.
Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hlaut skurðáverka þegar hann reyndi að koma samstarfsmanni sínum til bjargar í morgun. Karlmaður stakk manninn ítrekað með hnífi. Guðni var stunginn tvívegis í lærið en árásin átti sér stað skömmu fyrir klukkan tíu í morgun á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla.

Fórnarlamb árásarinnar er framkvæmdastjóri Lagastoðar en hann starfar meðal annars við innheimtu. Maðurinn liggur þungt haldinn á spítala og gengst nú undir aðgerð.

Einn hefur verið handtekinn vegna málsins, en engar upplýsingar fengust um aldur árásarmannsins eða tilgang hans. Starfsfólki lögfræðistofunnar er verulega brugðið eftir árásina. Inni á skrifstofunni mátti sjá allnokkurt blóð þegar fréttamenn bar að.

Björgvin Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn sé nýhafin. Tæknimenn séu að störfum og enn á eftir að yfirheyra árásarmanninn.


Tengdar fréttir

Starfsmaður lögfræðistofu stunginn - einn handtekinn

Karlmaður var stunginn á lögfræðistofu í Reykjavík í Lágmúla í morgun. Einn maður hefur verið handtekinn samkvæmt heimildum Vísis. Svo virðist sem maðurinn hafi ráðist á starfsmanninn snemma í morgun og stungið hann nokkrum sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×