Viðskipti erlent

iPhone 5 í júní?

Starfsmenn Foxconn framleiða vörurnar frá Apple.
Starfsmenn Foxconn framleiða vörurnar frá Apple.
Það eru margir sem bíða spenntir eftir nýjustu útgáfunni af iPhone-símanum sem er gríðarlega vinsæll á meðal Íslendinga. Í haust kom út iPhone 4S en margir aðdáendur símans urðu fyrir miklum vonbrigðum enda voru margir búnir að spá fyrir að iPhone 5 kæmi út í haust.

Í dag segja fjölmiðlar vestanhafs að iPhone 5 komi út í júní eða júlí á þessu ári. Haft er eftir heimildarmönnum innan fyrirtækisins Foxconn, sem framleiðir Apple-vörur, að starfsmenn þess vinni nú að því að framleiða innviði símans.

Hvernig síminn muni líta út er enn ráðgáta en þó er talið að síminn verði með 4,2 eða 4,3 tommu skjá með upplausnina 960 x 540. Einnig er talið víst að örgjörvinn sé af gerðinni A6, ekki A5 eins og í nýjustu útgáfunni.

Þá telja netverjar að batteríið verði töluvert betra, en það hefur verið gagnrýnt í nýjustu útgáfunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×