Ísland í dag - „Sem betur fer tókst mér ekki að taka eigið líf“
„Ég vildi ekki lifa lengur, áföllin voru orðin of mörg og ég sá ekki ljósið,“ segir hin 27 ára Birgitta Ýr Jósepsdóttir sem í dag er loksins hamingjusöm. En það tók tíma því flestir svona ungir hafa ekki upplifað einelti, misnotkun, barnsmissi og að bæta á sig 50 kílóum á örstuttum tíma vegna vanlíðan. En hvernig komst hún á betri stað. Sagan í Íslandi í dag.