Þingnefnd skoðar stöðvun grásleppuveiða
Stykkishólmsbær segir ákvörðun ráðherra um stöðvun grásleppuveiða hafa áhrif á 150 störf í sveitarfélaginu. Formaður atvinnuveganefndar telur að ákvörðunin byggi ekki á nógu vísindalegum grunni og hvetur ráðherra til að endurskoða.