Vegalög gætu hindrað áform Reykhólahrepps
Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. Þá er Vegagerðinni heimilt að krefja hreppinn um þann kostnaðarmun, sem talinn er á leiðunum.