Bændur flýta göngum til að sækja fé

Appelsínugular viðvaranir hafa tekið gildi á Norðurlandi (LUM) og varað er við miklu hvassviðri og snjókomu þar til klukkan níu í fyrramálið. Búist er við samgöngutruflunum og ekki er mælt með ferðalögum á svæðinu. Þá eru gular viðvaranir í gildi á Austurlandi og Miðhálendinu til miðnættis annað kvöld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna veðursins á Ströndum og Norðurlandi og fólk er beðið um að fylgjast vel með spánni. Upplýsingum um veðrið hefur einnig verið beint til ferðamanna sem eru hvattir til að aðlaga eða breyta ferðaáætlunum sínum eftir atvikum.

664
03:09

Vinsælt í flokknum Fréttir