Skorti faglega hæfni og dómgreind
Landlæknir segir að háls, nef og eyrnalæknir sem sviptur var starfsleyfi vegna fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða hafi skort faglega hæfni og dómgreind. Embættið mun á næstunni upplýsa sjúklinga og forráðamenn þeirra um málið. Læknirinn hafði verið settur í bann við skurðstofuvinnu hjá Landspítalanum sem tilkynnti það ekki til landlæknis og því starfaði hann áfram á einkarekinni sjúkrastofnun.