Ísland í dag - Markmiðið var að komast af bótum

Hann fæddist með aðeins 10% sjón en var frá degi eitt svo mikið í mun um að vera eins og hinir að hann afþakkaði alla hjálp í skóla og var tilbúinn að leggja meira á sig. Þetta þýddi þó að foreldrar hans kláruðu birgðirnar af plástrum í heimabænum því hann kom á kortersfresti inn úr fótbolta og hjólatúrum allur krambúleraður. Hann kláraði þó Verzló, tónlistarkennaranám og þrátt fyrir að vera 75% öryrki var markmiðið alltaf að komast af örorkubótum.

32829
11:52

Vinsælt í flokknum Ísland í dag