Gæti orðið stærsta smáþörungaverksmiðjan í heimi
Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.