Lögðu undir sig gömlu Þingborg og gerðu að heimili íslensku ullarinnar
Þær segjast hafa verið hústökufólk, sunnlensku konurnar sem fyrir hartnær þrjátíu árum lögðu undir sig gömlu Þingborg austan Selfoss og gerðu að heimili íslensku ullarinnar. Fyrir vikið varðveittist þetta sögufræga samkomuhús með lifandi starfsemi en það hafði byggst upp samhliða hinni miklu Flóaáveitu.