Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði

Tvær aurskriður féllu á Seyðisfirði í nótt, til viðbótar við þær sem fallið hafa fyrr í vikunni. Önnur skriðan virðist hafa verið mikil að umfangi enda hreif hún með sér heilt einbýlishús og flutti það til um tugi metra. Ljóst er að gríðarlega mikið hreinsunarstarf er framundan en aðstæður eru erfiðar í augnablikinu; mikill aur og vatnsflaumur á götum bæjarins. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs.

29190
04:29

Vinsælt í flokknum Fréttir