Ættasamfélagið í Garðinum þar sem íhaldið er sterkast
Hjónin Oddný Harðardóttir alþingismaður og Eiríkur Hermannsson, fyrrverandi fræðslustjóri, segja frá ættasamfélaginu og pólitíkinni í Garði í þættinum Um land allt á Stöð 2. Við heyrum um dætur rafvirkjans sem giftust rafvirkjum og hvað Garðmönnum finnst um að hafa sameinast Sandgerðingum í nýja sveitarfélaginu Suðurnesjabæ.