Meðalland lifnar við eftir ládeyðu
Meðalland í Skaftárhreppi er heimsótt í þættinum Um land allt á Stöð 2. Eftir ládeyðu hefur ungt fólk tekið við bújörðum og hafið uppbyggingu. Eitt stærsta nautgripabú landsins er að verða til samhliða nýsköpun í ræktun og vinnslu nytjajurta. Sveitin varð fyrir miklum búsifjum í hamförum Skaftárelda árið 1783 en hún geymir einnig átakamikla sögu skipsstranda.