Áhöfn Þórs bjargaði hval föstum í legufæri
Áhöfnin á varðskipinu Þór bjargaði hval sem hafði fest sig í legufæri norður af Viðey síðdegis í dag. Tilkynning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gærkvöld og um miðnætti var séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar send til að kanna málið.