Risaáætlun Kínverja um belti og braut
Sautján ríki hafa nú þegar lýst sig reiðbubúin til að taka þátt í viðamiklu verkefni kínverskra stjórnvalda sem kallað er Belti og braut og er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Sérfræðingur við Hong Kong háskóla segir eðlilegt að önnur ríki hafi varan á varðandi þetta eins og alltaf þegar stórveldi eru með áform í öðrum löndum.