Ísland í dag - Orðinn hundrað ára og getur ekki beðið eftir að komast til útlanda

Þegar hann hætti að vinna ákvað oddur Magnússon þá tæplega sjötugur að kaupa sumarhús í Danmörku ásamt danskri eiginkonu sinni. Þau langaði að verja sumrunum þar en því miður lést Kirsten stuttu síðar. Oddur ákvað hins vegar að halda áfram að fara út og hefur síðustu þrjátíu árin farið út í maí og komið heim að hausti. Á dögunum fagnaði oddur hundrað ára afmæli sínu, hefur ekki komist út í ár vegna kórónuveirunnar en var fljótur að panta sér far þegar Icelandair ákvað að byrja að fljúga þangað 15. ágúst. Í þætti kvöldsins hittum við Odd, förum í afmælið hans, fylgjum honum út, förum í sumarhúsið og fáum að vita allt um líf hans og störf í gegnum tíðina.

6035
11:01

Vinsælt í flokknum Ísland í dag