Mun færri komust að en vildu
Hopp hóf formlega innreið sína á leigubílamarkað í vikunni en síðast liðin helgi var stóra prófraunin. Framkvæmdastjórinn segir allt hafa gengið vel þótt ekki hafi náðst að annast eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far fengu ekki ferðina sína.