Gagnrýna áætlanir um auknar rannsóknarheimildir lögreglu
Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi nú þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum.