Ísland í dag - Inga Lind hitti börnin sín í Indlandi
Þegar Inga Lind Karlsdóttir var 18 ára gerðist hún SOS-styrktarforeldri 5 ára stúlku í SOS barnaþorpinu í Greenfields á Indlandi. Litla stúlkan, Sonia, hafði misst móður sína og faðir hennar gat ekki hugsað um hana vegna þess að hann var blindur. Inga Lind fylgdist með uppvexti Soniu næstu 14 árin í gegnum bréf og myndir sem styrktarforeldrar fá sendar tvisvar á ári. Í dag er Sonia þrítug, móðir Tönju sem er átta ára en eiginmaður Soniu lést fyrir þremur árum. Í þætti kvöldsins fylgjumst við með þegar Inga Lind heimsótti Soniu og dóttur hennar til Indlands og fáum að sjá og heyra hversu mikilvægur stuðningur við SOS er.