Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina
Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina. Mörg erfið mál verða á dagskrá fundarins en gestgjafinn hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í Amasón-regnskógunum verði settir á oddinn. Talið er að hann hafi erindi sem erfiði og segja greinendur að eldarnir séu því hálfgert lán í óláni.