Tíma varla að selja verslunina
„Það þarf að vera dálítið klikkaður til að reka jólabúð alla daga ársins“ - segir eigandi Litlu jólabúðarinnar sem hefur nú sett verslunina á sölu. Hún segir þau hjónin vart tíma að selja verslunina þrátt fyrir að þau séu mismikil jólabörn enda gangi reksturinn vonum framar.